Engjasmári

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Engjasmári

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliophyta)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Ættkvísl: Smárar (Trifolium)
Tegund:
T. campestre

Tvínefni
Trifolium campestre
Schreb.

Engjasmári, Trifolium campestre,[1][2] er tegund af smára ættuð frá Evrópu og vestur Asíu, þar sem hann vex í þurru, sendnu graslendi; engjum, skógarjöðrum, vegköntum, auðnum og ræktuðu landi. Tegundarheitið campestre þýðir "á ökrum".

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Þetta er jurtkennd einær planta, um 10 til 30 sm há, með áberandi gulum blómskipunum sem líkjast lítið eitt blómum humals. Hver blómskipun er sívalt eða kúlulaga safn af 20 til 40 eiginlegra blóma. Blómin verða brún með aldri og þorna, og umlykja belginn sem er með einu fræi. Blöðin eru dæmigerð smárablöð, með þremur smáblöðum, 4 til 10 mm löng.

Þessi tegund er náskyld gullsmára (Trifolium aureum).

Ræktun og nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Blóm Trifolium campestre á Nýjasjálandi.

Engjasmári er mikilvægur smári í landbúnaði vegna þess að hann er gott fóður fyrir búfénað og hann bætir jarðveg. Honum er yfirleitt ekki sáð sérstaklega, en talinn verðmætur þegar hann vex í högum. Hann er landnemi í Norður Ameríku, sérstaklega í vestur og suðurhluta meginlandsins.

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  1. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  2. USDA, NRCS (n.d.). Trifolium campestre. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 15. desember 2015.
  • Ajilvsgi, Geyata. (2003). Wildflowers of Texas. Shearer Publishing, Fredericksburg, Texas. ISBN 0-940672-73-1.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.