Logasmári

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Trifolium incarnatum)
Logasmári

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættkvísl: Smárar (Trifolium)
Tegund:
T. incarnatum

Tvínefni
Trifolium incarnatum
L.

Logasmári, eða Trifolium incarnatum[1] er einær smári sem var lýst af Linné. Hann er villtur í mestallri Evrópu, en upprunnin frá Miðjarðarhafssvæðinu vestanverðu. Tegundar heitið incarnatum þýðir "blóðrauður". Hann er kenndur við blóð á norðurlöndunum, en blóðsmári er nafn sem hefur verið notað hér á T. rubens.

Þessi upprétti, einæri smári verður 20-50 sm hár, ógreindur eða með greinar neðst. Blöðin eru þrískift með löngum smáblaðlegg, hvert smáblað hært, 8-16 mm yfir, með snubbóttum eða tvíyddum enda. Hann blómstrar allt vorið og sumarið, skærrauður, á langri blómskipan, 3 til 5 sm hárri og 1,5 sm breiðri; einstök blóm eru 10-13 mm löng og eru með 5 krónublöð. Hann er helst í skögarjöðrum, ökrum og vegköntum.

Ræktun og nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Logasmári í Hyogo,Japan.
Logasmári í Hyogo,Japan.

Logasmári er ræktaður víða sem próteinrík fóðurplanta fyrir nautgripi og annann búfénað. Hann vex hratt að vori og myndar ágæta uppskeru af grænfóðri, ágætlega lystugu búfénaði. Hann er einnighentugur í hey. Aðeins er hægt að slá hann einu sinni þar sem hann myndar ekki nýja sprota eftir slátt.

í Bretlandi er hann verðmætastur í suðurhlutanum, og þrífst verr norðar.

Hann hefur verið fluttur inn til Bandaríkjanna, upphaflega sem fóður fyrir nautgripi. Hann er oft nýttur sem vörn gegn jarðvegseyðingu í vegköntum, auk til fegrunar; honum hættir hinsvegar til að eyða þar æskilegum jurtum, innfæddum þar sem honum er plantað.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. USDA, NRCS (n.d.). Trifolium incarnatum. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 15. desember 2015.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.