Fara í innihald

Fransk-prússneska stríðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Napóleon 3. og Otto von Bismarck eftir orrustuna við Sedan.

Fransk-prússneska stríðið (19. júlí 187010. maí 1871) var stríð milli Frakklands og Prússlands, sem naut fulltingis annarra þýskra ríkja. Afgerandi sigur Prússlands leiddi til sameiningar þýsku ríkjanna í Þýska keisaraveldið undir Vilhjálmi 1. keisara. Það leiddi einnig til falls Napóleons 3. og stofnunar þriðja franska lýðveldisins. Í friðarsáttmálanum var kveðið á um að Prússland fengi héruðin Alsace-Lorraine og þau tilheyrðu Þýskalandi þar til eftir fyrri heimsstyrjöldina.

Yfirburðir prússneska hersins urðu fljótt ljósir og stöfuðu meðal annars af notkun járnbrauta og nýtískulegs stórskotaliðs. Prússar unnu nokkra auðvelda sigra í Austur-Frakklandi og í orrustunni við Sedan þann 2. september 1870 handsömuðu þeir Napóleon 3. ásamt öllum her hans. Þetta batt þó ekki enda á stríðið, því lýðveldi var stofnað í París tveimur dögum síðar og mótspyrna Frakka hélt áfram.

Eftir fimm mánaða langt stríð unnu prússneskar og þýskar hersveitir franskar hersveitir í röð bardaga í Norður-Frakklandi, og í kjölfar umsáturs um borgina féll París í hendur Prússa þann 28. janúar 1871. Tíu dögum síðar var þýska keisaraveldið stofnað. Friðarsáttmáli var undirritaður í Frankfurt þann 10. maí 1871.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.