1308
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1308 (MCCCVIII í rómverskum tölum)
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Jarðskjálfti á Suðurlandi olli því að átján bæir hrundu og sex manns létu lífið.
- Lárentíus Kálfsson fór til Noregs og var þar settur í fangelsi af kórsbræðrum í Niðarósi.
- Árni Helgason biskup og Haukur Erlendsson lögmaður komu á fót lærðra manna spítala i Gaulverjabæ í Flóa. Það hefur þó fremur verið elliheimili fyrir gamla presta en sjúkrahús.
Fædd
Dáin
- Þórður Narfason á Skarði, íslenskur lögsögumaður.
- Guðmundur Þorvarðsson, ábóti í Helgafellsklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 25. janúar - Játvarður 2. Englandskonungur gekk að eiga Ísabellu af Frakklandi. Þau voru krýnd réttum mánuði síðar.
- Hinrik 7. kjörinn keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
Fædd
Dáin
- 8. nóvember - Duns Scotus, skoskur heimspekingur (f. um 1266).
- Erlendur biskup í Kirkjubæ, þekktasti miðaldabiskup Færeyinga.