1954
Útlit
(Endurbeint frá Október 1954)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1954 (MCMLIV í rómverskum tölum)
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]- 31. janúar - Sveitarstjórnarkosningar fóru fram.
- 19. apríl - Nýtt hlutverk, fimmta íslenska kvikmyndin í fullri lengd var frumsýnd.
- 4. september - Þverárvirkjun í Steingrímsfirði vígð.
- 30. desember - Flugfreyjufélag Íslands var stofnað.
- Lýðveldisflokkurinn var lagður niður.
- Borgarskjalasafn Reykjavíkur var stofnað.
- Veitingastaðurinn Naustið var stofnaður.
- Leiklistarverðlaunin Silfurlampinn voru fyrst afhent.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 14. febrúar - Kristín Ingólfsdóttir lyfjafræðingur og fv. rektor Háskóla Íslands.
- 18. júní - Tinna Gunnlaugsdóttir, leikari og Þjóðleikhússtjóri.
- 18. júní - Viðar Eggertsson, leikari, leikstjóri og fyrrv. leikhússtjóri.
- 25. ágúst - Þórunn Valdimarsdóttir, rithöfundur.
- 19. október - Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
- 31. desember - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, íslensk stjórnmálakona.
Látin
[breyta | breyta frumkóða]- 23. febrúar - Theódóra Thoroddsen, rithöfundur (f. 1863)
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 19. febrúar - Krímskagi varð hluti af Úkraínsku Sovétríkjunum.
- 23. febrúar - Bólusetning gegn mænusótt hófst í Bandaríkjunum.
- Mars til maí - Orrustan við Dien Bien Phu: Átök Vítnama og Frakka þar sem Frakkar biðu ósigur.
- 26. apríl - Genfarráðstefnan um málefni Kóreu og Indókína hófst.
- 15. júní - Knattspyrnusamband Evrópu var stofnað.
- 7. júní - Alan Turing, stærðfræðingur og tölvunarfræðingur, framdi sjálfsmorð með blásýru.
- 16. júní - 4. júlí - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1954 var haldið.
- 18. júní - Valdaránið Gvatemala var framið að undirlagi Bandaríkjanna.
- 4. júlí - Matarskömmtunum var hætt í Bretlandi, nærri áratug eftir seinni heimstyrjöld.
- 31. júlí - Ítalskir fjallgöngumenn náðu toppi K2, næsthæsta fjalli heims.
- 1. ágúst - Fyrri Indókínastyrjöldinni lauk.
- 24. ágúst - Getúlio Vargas, forseti Brasilíu, framdi sjálfsmorð eftir ásakanir um morðtilraun á andstæðingi sínum.
- 8. september - Suðaustur-Asíubandalagið var stofnað.
- 31. október - Alsírstríðið: Uppreisn hófst gegn nýlendustjórn Frakka í Alsír.
- 3. nóvember - Fyrsta Godzilla-kvikmyndin var frumsýnd í Tókíó.
- 14. nóvember - Egyptalandsforsetanum Muhammad Naguib var steypt af stóli og Gamal Abdel Nasser tók við völdum.
- 15. desember - Hollensku Antillaeyjar voru stofnaðar.
- 23. desember - Fyrsta nýrnaígræðslan fór fram.
- 24. desember - Laos varð sjálfstætt að fullu.
Ódagsettir
[breyta | breyta frumkóða]- Kelvineiningin skilgreind á 10. fundi CGPM.
- Nansen-verðlaunin voru fyrst veitt af Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
- Sovétríkin hófu að sleppa föngum úr gúlaginu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 15. júlí - Mario Kempes, argentínskur knattspyrnumaður.
- 17. júlí - Angela Merkel, þýskur stjórnmálamaður og kanslari Þýskalands frá 2005.
- 28. desember - Denzel Washington, bandarískur leikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 5. apríl - Marta krónprinsessa Noregs (f. 1901)
- 7. júní - Alan Turing, enskur stærðfræðingur og rökfræðingur (f. 1912).
- 14. júlí - Jacinto Benavente, spænskt leikskáld (f. 1866).