Viðar Eggertsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Viðar Eggertsson (f. 18. júní 1954) leikstjóri, leikari og leikhússtjóri.

Viðar hefur starfað sem leikstjóri og leikari jöfnum höndum síðan hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1976.

Hann á að baki yfir 50 verk á sviði sem leikstjóri. Hefur auk þess leikstýrt fyrir útvarp og sjónvarp.

Stofnaði einn elsta starfandi sjálfstæða leikhópinn á Íslandi, EGG-leikhúsið, 1981.

Viðar hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun fyrir leikstjórn og/eða leik og verið boðið með sýningar sínar víða um lönd.

Farið í námsferðir í aðrar álfur. Starfað sem leikari á Írlandi og sem leikstjóri í Færeyjum.

Leikið í hartnær 70 leikverkum á sviði, auk þessa í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum.

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Stundaði nám við Leiklistarskóli SÁL 1972-1975 og lauk því við Leiklistarskóla Íslands (nú: Listaháskóli Íslands) 1976.

Hefur sótt fjölda námskeiða í leik, leikstjórn, útvarpsþáttagerð og fleiru, heima og erlendis.

Farið í náms- og kynnisferðir til ýmissa landa.

Stundaði ársnám við Endurmenntun HÍ í Verkefnisstjórn - leiðtogaþjálfun.

Störf[breyta | breyta frumkóða]

Leikstjórn[breyta | breyta frumkóða]

Í atvinnuleikhúsi m.a:[breyta | breyta frumkóða]

Helstu leikstjórnarverkefni í áhugaleikhúsi[breyta | breyta frumkóða]

Útvarpsleikstjórn m.a.:[breyta | breyta frumkóða]

Leikstjórn í sjónvarpi[breyta | breyta frumkóða]

Framleitt af Ríkissjónvarpinu og sýnt þar, m.a.:

Önnur störf í leikhúsi[breyta | breyta frumkóða]

Stofnandi og aðaldriffjöður EGG-leikhússins frá stofnun þess 1981.

Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar frá vori 1993 til ársloka 1995. Ráðinn þá sem leikhússtjóri hjá Leikfélag Reykjavíkur og sinnti því í nokkrar vikur.

Leikhússtjóri Útvarpsleikhússins á RÚV, 1. janúar 2008 - 1. desember 2015.

Skrifað nokkrar leikgerðir fyrir svið og útvarp.

Ritstjóri leikskráa fyrir Alþýðuleikhúsið, EGG-leikhúsið og Leikfélag Akureyrar.

Gert leikmyndir fyrir sumar sýningar sínar í áhugaleikhúsum, sem og fyrir Alþýðuleikhúsið og EGG-leikhúsið.

Stundakennari við Háskóla Íslands, Leiklistarskóla Íslands, Leiklistardeild LHÍ og Leiklistarskóla Bandalagsins.

Önnur starfsreynsla[breyta | breyta frumkóða]

Höfundur hundruða útvarpspátta fyrir Ríkisútvarpið.

Höfundur greina og viðtala fyrir dagblöð og tímarit.

Stundakennari í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands.

Ýmis störf til sjós og lands á yngri árum.

Helstu trúnaðarstörf[breyta | breyta frumkóða]

Verðlaun

  • Menningarverðlaun DV 1995 í leiklist fyrir leikstjórn og leikgerð Sannar sögur af sálarlífi systra (Þjóðleikhúsið)