Silfurlampinn
Útlit
Silfurlampinn voru íslensk leiklistarverðlaun sem veitt voru árlega af félagi leikdómara á dagblöðunum í Reykjavík frá 1954 til 1973.
Handhafar Silfurlampans
[breyta | breyta frumkóða]- 1973 - Baldvin Halldórsson sem Schultz í Kabarett og Gæslumaður í 7 stelpur í Þjóðleikhúsinu (afþakkaði verðlaunin sem voru í kjölfarið lögð niður).
- 1972 - Steinþór Sigurðsson fyrir leikmyndir í Skugga-Sveini, Dómínó og Plógi og stjörnum.
- 1971 - Sigríður Hagalín sem Nell í Hitabylgju hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
- 1970 - Rúrik Haraldsson sem Victor í Gjaldinu hjá Þjóðleikhúsinu.
- 1969 - Róbert Arnfinnsson sem Púntilla í Púntilla og Matti og Tevye í Fiðlaranum á þakinu hjá Þjóðleikhúsinu.
- 1968 - Helga Bachmann sem Hedda Gabler í Heddu Gabler hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
- 1967 - Lárus Pálsson sem Jeppi á Fjalli í Jeppa á Fjalli hjá Þjóðleikhúsinu.
- 1966 - Þorsteinn Ö. Stephensen sem Pressarinn í Dúfnaveislunni hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
- 1965 - Gísli Halldórsson sem sá hífaði og annar götusópari í Þjófar, lík og falar konur hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
- 1964 - Helgi Skúlason sem Franz von Gerlach í Föngunum í Altona hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
- 1963 - Gunnar Eyjólfsson sem Pétur Gautur í Pétri Gaut hjá Þjóðleikhúsinu.
- 1962 - Steindór Hjörleifsson sem Johnny Pope í Kviksandi hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
- 1961 - Guðbjörg Þorbjarnardóttir sem Eliza Gant í Engill, horfðu heim hjá Þjóðleikhúsinu.
- 1960 - Engin verðlaun veitt.
- 1959 - Brynjólfur Jóhanesson sem Joe Keller í Allir synir mínir hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
- 1958 - Valur Gíslason sem riddaraliðsforingi í Föðurnum hjá Þjóðleikhúsinu.
- 1957 - Þorsteinn Ö. Stephensen sem Andrew Crocker-Harris í Browning-þýðingunni hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
- 1956 - Róbert Arnfinnsson sem góði dátinn Svejk í Góða dátanum Svejk hjá Þjóðleikhúsinu.
- 1955 - Valur Gíslason sem Harry Brock í Fædd í gær hjá Þjóðleikhúsinu.
- 1954 - Haraldur Björnsson sem Klenow prófessor í Sá sterkasti í Þjóðleikhúsinu.