Tinna Gunnlaugsdóttir
Útlit
Tinna Þórdís Gunnlaugsdóttir | |
---|---|
Fædd | Tinna Þórdís Gunnlaugsdóttir 18. júní 1954 Ísland |
Edduverðlaun | |
Leikkona ársins 1999 Ungfrúin góða og húsið |
Tinna Þórdís Gunnlaugsdóttir (f. 18. júní 1954) er íslensk leikkona. Hún stundaði fjögurra nám við Leiklistarskóla SÁL og lauk því við Leiklistarskóla Íslands 1978. Hún var Þjóðleikhússtjóri á árunum 2005-2014. Hún er gift Agli Ólafssyni leikara og tónlistarmanni. Börn þeirra eru Ólafur Egill Egilsson, leikari og handritshöfundur, (f.12.10.1977) Gunnlaugur Egilsson, balettdansari (f 26.03.1979) og Ellen Erla Egilsdóttir (f. 18.10.1988)
Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Kvikmynd/Þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
---|---|---|---|
1981 | Útlaginn | Þórdís Súrsdóttir | |
1982 | Með allt á hreinu | Draumastúlka Stinna | |
1984 | Atómstöðin | Ugla | |
1985 | Hvítir mávar | Helga | |
Áramótaskaupið 1985 | |||
1988 | Í skugga hrafnsins | Isold | Tilnefnd til Evrópuverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki, Berlín 1988 |
1991 | Börn náttúrunnar | Hjúkrunarkona | |
1992 | Svo á jörðu sem á himni | Móðir | |
Karlakórinn Hekla | Eiginkona í Hveragerði | ||
1995 | Einkalíf | Rósa | |
1999 | Ungfrúin góða og húsið | Þuríður | Edduverðlaunin sem Leikkona ársins. Á Sochi International Film Festival var hún valin besta leikkonan. |
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Samtíðarmenn J-Ö, Vaka-Helgafell, 2003, Pétur Ástvaldsson ritstjóri.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða] Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.