Fjórflokkakerfið
Fjórflokkakerfið eða fjórflokkurinn er óformlegt hugtak sem er notað í íslenskri stjórnmálaumræðu og vísar til þess að undantekningalaust í stjórnmálasögu Íslands hafa fjórir flokkar fengið nær öll atkvæði í Alþingiskosningum þótt fleiri flokkar hafi boðið fram. Upphaf þessa má segja að sé árið 1930 þegar íslenskir kommúnistar klufu sig úr Alþýðuflokknum. Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn voru báðir stofnaðir árið 1916 en hægrivængurinn varð sameinaður í einum flokk árið 1929, þegar Sjálfstæðisflokkurinn varð til. Fáum flokkum hefur tekist að ógna stöðu fjórflokksins en oftar en ekki hefur að minnsta kosti eitt framboð í viðbót komist á þing. Í alþingiskosningunum 1987 klauf Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar sig úr Sjálfstæðisflokknum og tók af honum mikið fylgi. Engu að síður fengu flokkarnir fjórir samanlagt um það bil 75% atkvæða.
Upprunalega var hugtakið fjórflokkurinn notað af Vilmundi Gylfasyni og Bandalagi jafnaðarmanna.
Ár | 1 | 2 | 3 | 4 |
---|---|---|---|---|
1930-1938 | Sjálfstæðisflokkurinn | Framsóknarflokkurinn | Alþýðuflokkurinn | Kommúnistaflokkur Íslands |
1938-1956 | Sjálfstæðisflokkurinn | Framsóknarflokkurinn | Alþýðuflokkurinn | Sósíalistaflokkurinn |
1956-1998 | Sjálfstæðisflokkurinn | Framsóknarflokkurinn | Alþýðuflokkurinn | Alþýðubandalagið |
1998-2016 | Sjálfstæðisflokkurinn | Framsóknarflokkurinn | Samfylkingin | Vinstrihreyfingin - grænt framboð |
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Lifir fjórflokkurinn?[óvirkur tengill]
- Til varnar stjórnmálaflokkum Geymt 24 júní 2016 í Wayback Machine, Heimir Hannesson 14. júní 2012