Fara í innihald

Friðarráðstefnan í París 1919-1920

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Friðarráðstefnan í París voru safn formlegra og óformlegra funda 1919 og 1920 eftir fyrri heimsstyrjöldinna. Bandamenn, sigurvegarar stríðsins, settu skilyrði fyrir friði við miðveldin. Í forgrunni voru Bretar, Frakkar, Bandaríkin og Ítalía. Ráðstefnan leiddi af sér fimm samkomulög sem breyttu kortum Evrópu, Asíu, Afríku og eyja Kyrrahafsins auk skaðabóta. Þjóðverjar, Austurríki-Ungverjaland, Tyrkland og aðrar þjóðir sem töpuðu stríðinu fékku ekki að tjá sig í ákvörðunum sem leiddi af sér áratuga gremju. Niðurstöður fundana eru taldar hafa valdið helstu vatnaskilum í landafræði 20. aldarinnar.[1]

Stjórnmálamenn frá 32 löndum tóku þátt í ráðstefnunni. Helstu ákvarðaninar voru stofnun Þjóðabandalagsins og samkomulögin fimm. Aðal niðurstaða ráðstefnunnar var Versalasamningurinn sem skellti skuldinni fyrir stríðinu á Þjóðverja og bandamenn þeirra.

  1. Showalter, Dennis E.; Royde-Smith, John Graham (30 október 2023). „World War I | History, Summary, Causes, Combatants, Casualties, Map, & Facts“. Britannica (enska). Sótt 31 október 2023.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.