Marattaveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Suður-Asíu árið 1760. Marattaveldið er litað gult.

Marattaveldið var ríki hindúa stofnað 1674 af Shivaji í vesturhluta Suður-Asíu þar sem nú er héraðið Maharashtra. Shivaji gerði fyrst uppreisn gegn íslömsku Dekkansoldánsdæmunum á suðurhluta Indlandsskaga og síðan gegn Mógúlveldinu fyrir norðan. Á hátindi sínum um miðja 18. öld myndaði Marattaveldið ríkjasamband sem náði yfir nær allan Indlandsskaga. Eftir orrustuna við Panipat gegn Durraniríkinu í Afganistan varð ríkjasambandið laustengdara og Bretar lögðu þessi ríki svo smám saman undir sig í þremur styrjöldum 1777-1818.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.