Aftökur á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aftökum fjölgaði á Íslandi eftir siðaskipti og var þá dæmt eftir Stóradómi.[1] Innan rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dæmdu við Háskóla Íslands hefur verið unnið að kortlagningu aftökustaða á Íslandi. Þar má finna gögn um 238 skrásettar aftökur, sem birtast í töflunni hér að neðan.[2] Þessar aftökur áttu sér allar stað á tímabilinu 1550 til 1830, það er frá upphafi siðaskipta til loka þess tíma sem oftast er kenndur við upplýsingu.

Langflestir sem teknir voru af lífi voru alþýðufólk. Í um þriðjungi tilfella var aftakan refsing fyrir þjófnað, í um þriðjungi fyrir blóðskömm og dulsmál. Aðrar aftökur skiptust á morð, galdramál og aðrar sakir. Um 70% hinna líflátnu voru karlar en um 30% konur. Yngsti karlmaðurinn sem tekinn var af lífi var 14 ára. Dæmi eru um að ungar stúlkur hafi verið dæmdar til dauða en hlotið „náðun“ konungs, það er mildun dóms, þá oftast í lífstíðar-„slaverie“. Þær voru þá sendar í þrældóm í tugthús Kaupmannahafnar.[3]

Miðbik þessa tæpra þriggja alda tímabils, frá 1625-1690, hefur verið nefnt brennuöld, en á þeim tíma voru 20 karlar og ein kona tekin af lífi fyrir galdra. Á síðari hluta 18. aldar voru umtalsvert fleiri dæmdir til dauða en í reynd voru teknir voru af lífi, eftir konungstilskipun sem barst árið 1758, um að dauðadómum skyldi ekki fullnægt með aftöku nema að fengnu samþykki konungs, en konungur mildaði fjölda dauðadóma frá íslenskum yfirvöldum. Þeim var þá oftast breytt í lífsstíðar-„slaverie“, þ.e. þrældóm.[4]

Síðasta opinbera aftakan var sem fyrr segir framkvæmd árið 1830. Eftir það var fólk enn dæmt til dauða á Íslandi en í hvert sinn mildaði konungur dóminn. Dauðarefsing var loks alfarið afnumin úr íslenskum lögum árið 1928.[5]

Listi yfir opinberar aftökur á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Nafn Ár Kyn Aldur Staða Brot Refsing
Jón Arason 1550 kk 66 Biskup Hálshöggvinn
Björn Jónsson 1550 kk 44 Prestur Hálshöggvinn
Ari Jónsson 1550 kk 40 Lögmaður Hálshöggvinn
Hallur 1551 kk Húsmaður Hálshöggvinn
Jón Keneksson 1551 kk 51 Bóndi Hálshöggvinn
Sigríður Guðmundardóttir 1572 kvk Dulsmál Tekin af lífi
Guðbjörg Sveinsdótir 1573 kvk Hórdómur Tekin af lífi
Jón Þorfinnsson 1573 kk Hórdómur Tekinn af lífi
Hinrik Kules 1582 kk Morð Tekinn af lífi
Ónafngreindur maður 1584 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1584 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1584 kk Þjófnaður Hengdur
Hjálmar Sveinsson 1586 kk 25 Þjófnaður Tekinn af lífi
Ögmundur Þorkelsson 1589 kk 59 Morð Drekkt
Einar Þórðarson 1595
Björn Pétursson (Axlar-Björn) 1596 kk 41 Bóndi Morð Limmarinn og Hálshöggvinn
Ónafngreind kona 1599 kvk Blóðskömm Drekkt
Björn Þorleifsson 1602 kk 47 Bóndi Svall Hálshöggvinn
Ónafngreindur maður 1605 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1605 kk Þjófnaður Hengdur
Þórður Egilsson 1605 kk Blóðskömm Hálshöggvinn
Bjarni Hildibrandsson 1606 kk 31 Blóðskömm Tekinn af lífi
Guðrún Þorsteinsdóttir 1608 kvk 48 Vinnukona Barnsmorð Brennd
Sigríður Halldórsdóttir 1611 kvk 30 Dulsmál Drekkt
Jón Oddsson 1611
Ónafngreindur maður 1611 kk Morð Tekinn af lífi
Ónafngreindur maður 1611 kk Morð Tekinn af lífi
Úlfhildur Jörundsdóttir 1612 kvk Blóðskömm Drekkt
Ragnheiður Magnúsdóttir 1615 kvk 25 Barnsmorð Drekkt
Þórdís Halldórsdóttir 1618 kvk 43 Húskona Blóðskömm Drekkt
Guðbjörg Jónsdóttir 1618 kvk Blóðskömm Drekkt
Ónafngreindur maður 1618 kk Blóðskömm Hálshöggvinn
Ólafur Þórðarson 1618 kk 28 Blóðskömm Hálshöggvinn
Hildibrandur Ormsson 1624 kk 44 Blóðskömm Tekinn af lífi
Sesselja Jónsdóttir 1624 kvk 29 Blóðskömm Tekin af lífi
Jón Rögnvaldsson 1625 kk 25 Galdrar Brenndur
Ónafngreindur maður 1626 kk Þjófnaður Hengdur
Herdís Guðmundsdóttir 1627 kvk 28 Dulsmál Drekkt
Aldís Þórðardóttir 1634 kvk Blóðskömm Drekkt
Jón Þórðarson 1634
Jón Ormsson 1634 kk Þjófnaður Hengdur
Gísli Tómasson 1635 kk 25 Morð Stegldur
Ónafngreindur maður 1635 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1635 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1635 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngrein kona 1636 kvk Bústýra Dulsmál Drekkt
Alleif 1636 kvk 36 Dulsmál/Blóðskömm Tekin af lífi
Rustikus 1636 kk Dulsmál/Blóðskömm Tekinn af lífi
Ónafngreind kona 1636 kvk Þjófnaður Hengd
Ónafngreindur maður 1636 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1636 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1636 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreind kona 1636 kvk Blóðskömm Tekin af lífi
Jón Steingrímsson 1636 kk Bessastaðaböðull Blóðskömm Tekinn af lífi
Guðmundur ”seki” Jónsson 1637 kk 37 Bóndi Duldist í landi en var útlagi Hálshöggvinn
Ónafngreind kona 1638 kvk Blóðskömm Tekin af lífi
Ónafngreindur maður 1638 kk Blóðskömm Tekinn af lífi
Ónafngreind stjúpdóttir 1639 kvk Blóðskömm Drekkt
Ónafngreindur stjúpfaðir 1639 kk Blóðskömm Hálshöggvinn
Helgi Þorgeirsson 1641 kk 56 Bóndi Hórdómur Réttaður
Inga Kolbeinsdóttir 1645 kvk 40 Dulsmál Tekin af lífi
Ónafngreind kona 1645 kvk Blóðskömm Réttuð
Hellu-Bjarni 1645 kk Þjófnaður Hengdur
Bóndinn í Skarðstúni 1645 kk Þjófnaður Hengdur
Jón Þorsteinsson 1647 kk 47 Bóndi Blóðskömm Tekinn af lífi
Björg Andrésdóttir 1647 kvk 22 Blóðskömm Tekin af lífi
Sveinn “skotti” Björnsson 1648 kk 52 Landhlaup, tilraun til nauðgunar Hengdur
Guðmundur Narfason 1650 kk 50 Bóndi Morð Hálshöggvinn, limmarinn höfuð sett á stöng
Páll Tóason (Tófa/Tóvason) 1650 kk Blóðskömm Tekinn af lífi
Margrét Jónsdóttir 1650 kvk Blóðskömm Tekin af lífi
Jón Jónsson (kallaður Sýjusson) 1650 kk Blóðskömm Hálshöggvinn
Sigríður Einarsdóttir 1650 kvk Blóðskömm Drekkt
Sigríður Jónsdóttir 1650 kvk 30 Blóðskömm Tekin af lífi
Halldór Jónsson 1650 kk 45 Blóðskömm Tekinn af lífi
Ónafngreind stjúpdóttir 1651 kvk Blóðskömm Tekin af lífi
Þórður 1654 kk Galdrar Brenndur
Egill 1654 kk Galdrar Brenndur
Grímur 1654 kk Galdrar Brenndur
Sigríður Gunnarsdóttir 1656 kvk Dulsmál Tekin af lífi
Ónafngreind kona 1656 kvk Dulsmál Tekin af lífi
Jón 1656 kk 56 Galdrar Brenndur
Jón Jónsson 1656 kk 26 Galdrar Brenndur
Valgerður Jónsdóttir 1659 kvk Blóðskömm Tekin af lífi
Ingimundur Illugason 1659 kk Blóðskömm Tekinn af lífi
Þórður Magnússon 1662 kk Þjófnaður Hengdur
Ólöf Magnúsdóttir 1663 kvk 23 Dulsmál Drekkt
Þórður Leifuson/Þórðarson 1664 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreind kona 1666 kvk Dulsmál Tekin af lífi
Þórarinn Halldórsson 1667 kk 42 Galdrar Brenndur
Jón Leifsson 1668 kk Galdrar Brenndur
Erlendur Eyjólfsson 1668 kk 54 Galdrar Brenndur
Gísli ‚hrókur‘ Sveinsson 1670 kk Hengdur
Guðrún Bjarnadóttir 1670 kvk 26 Dulsmál Tekin af lífi
Sigurður Jónsson 1671 kk Galdrar Brenndur
Jón Jónsson 1672 kk Þjófnaður Hengdur
Guðrún Skaftadóttir 1673 kvk 33 Dulsmál Drekkt
Eyjólfur Arason 1673 kk 38 Frækinn og listamaður Þjófnaður Hengdur
Bjarni Sveinsson 1673 kk 38 Blóðskömm Tekinn af lífi
Sigríður Þórðardóttir 1674 kvk 19 Blóðskömm Drekkt
Páll Oddsson 1674 kk Galdrar Brenndur
Lasse Diðriksson 1675 kk 70 Galdrar Brenndur
Magnús Bjarnason 1675 kk Galdrar Brenndur
Árni Jónsson 1676 kk 39 Þjófnaður Hengdur
Bjarni Bjarnason 1677 kk 62 Galdrar Brenndur
Þorbjörn Sveinsson 1677 kk 37 Galdrar Brenndur
Bessi Eiríksson 1677 kk 32 Þjófnaður Hengdur
Þorlákur Þorsteinsson 1677 kk Þjófnaður Hengdur
Guðrún Bjarnadóttir 1678 kvk 18 Dulsmál/Blóðskömm Tekin af lífi
Bjarni Hallsson 1678 kk 48 Bóndi Dulsmál/Blóðskömm Tekinn af lífi
Eyvindur Jónsson 1678 kk 38 Hórdómur/útilega Hálshöggvinn
Margrét Símonaróttir 1678 kvk 38 Hórdómur/útilega Drekkt
Stepán Grímsson 1678 kk Galdrar Brenndur
Þuríður Ólafsdóttir 1678 kvk 63 Galdrar Brennd
Jón Helgason 1678 kk 23 Galdrar Brenndur
Hergerður Brandsdóttir 1680 kvk 25 Dulsmál/Blóðskömm Drekkt
Sæmundur Þorláksson 1680 kk 25 Dulsmál/Blóðskömm Hálshöggvinn
Þorkell Sigurðsson (Lyga-Þorkell, Lyga Keli)" 1681 kk Þjófnaður Hengdur
Þorgeir Ingjaldsson 1681 kk 51 Hórdómur Hálshöggvinn
Ari Pálsson 1681 kk 51 Búandi Galdrar Brenndur
Loftur Sigurðsson 1681 kk Útileguþjófnaður Hálshöggvinn
Ónafngreind kona 1682 kvk Dulsmál Tekin af lífi
Ónafngreindur maður 1682 kk Dulsmál Tekin af lífi
Jón Pétursson 1682 kk Þjófnaður Hengdur
Jón Þorsteinsson 1682 kk Vinnumaður Morð Hálshöggvinn
Jón Vernharðsson (/Bernharðsson) 1683 kk 33 Dulsmál Hálshöggvinn
Sveinn Árnason 1683 kk Galdrar Brenndur
Helga Gunnarsdóttir 1684 kvk 33 Blóðskömm Drekkt
Vilkin Árnason 1684 kk Þjófnaður Hengdur
Guðrún Jónssdóttir 1684 kvk 29 Vinnukona Dulsmál Drekkt
Sigvaldi Jónsson 1684 kk 24 Morð Hálshöggvinn
Halldór Finnbogason 1685 kk 45 Guðlast Brenndur
Jón Þorláksson 1686 kk Bóndi Dulsmál/hórdómur Hálshöggvinn
Borgný Brynjólfsdóttir 1687 kvk 47 Blóðskömm Drekkt
Einar Gíslason 1691 kk 46 Þjófnaður Hengdur
Eiríkur Gíslason 1691 kk 36 Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1693 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1693 kk Þjófnaður Hengdur
Þuríður Bjarnadóttir 1695 kvk 25 Dulsmál/Blóðskömm Drekkt
Vigdís Þórðardóttir 1696 kvk 21 Vinnukona Dulsmál Drekkt
Jóreiður Þorgerisdóttir 1697 kvk 32 Dulsmál Drekkt
Jón Jónsson Gráni 1697 kk 20 Þjófnaður Hengdur
Sigurður Skúlason 1697 kk 17 Þjófnaður Hengdur
Ólafur Brandsson 1697 kk Morð Hálshöggvinn
Þorsteinn Þorleifsson 1697 kk Morð Hálshöggvinn
Guðrún Oddsdóttir 1698 kvk Vinnukona Dulsmál Tekin af lífi
Sigurður Jónsson 1699 kk Þjófnaður Hengdur
Halldór Dagsson 1699 kk 33 Þjófnaður Hengdur
Jón Sigmundsson 1699 kk Þjófnaður Hengdur
Steingrímur Helgason 1699 kk Þjófnaður Hengdur
Þorleifur Jónsson 1699 kk Þjófnaður Hengdur
Andrés Þórðarson 1700 kk 60 Þjófnaður Hengdur
Jón Eyjólfsson 1701 kk Þjófnaður Hengdur
Lafrans Helgason 1701 kk 41 Búandi Morð Hálshöggvinn
Ásmundur Jónsson 1701 kk 41 Þjófnaður Hengdur
Jón Jónsson (Bitru-Jón) 1701 kk Þjófnaður Hengdur
Ásmundur Marteinsson 1702 kk 42 Þjófnaður Hengdur
Ólafur Jónsson 1702 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1702 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1702 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1702 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1702 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1702 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1702 kk Þjófnaður Hengdur
Katrín Þorvarðsdóttir 1703 kvk 33 Dulsmál Drekkt
Jón Þórðarson 1703 kk Þjófnaður/flakk Hengdur
Jón Þorláksson 1703 kk Þjófnaður Hengdur
Gísli Einarsson 1703 kk Þjófnaður Hengdur
Jón Jónsson 1703 kk Þjófnaður Hengdur
Klemens Þorgeirsson 1704 kk 36 Þjófnaður Hengdur
Ingimundur Einarsson 1704 kk 25 Þjófnaður/flakk Hengdur
Sigurður Arason 1704 kk 26 Búandi Morð Hálshöggvinn
Steinunn Guðmundsdóttir 1704 kvk 44 Húsfreyja Morð Drekkt
Ónafngreind stúlka 1704 kvk Dulsmál Tekin af lífi
Kolfinna Ásbjörnsdóttir 1705 kvk 36 Vinnukona Dulsmál Drekkt
Sigríður Vigfúsdóttir 1705 kvk 19 Vinnukona Dulsmál Drekkt
Kristín Halldórsdótir 1705 kvk 36 Vinnukona Blóðskömm Drekkt
Salómon Hallbjörnsson 1705 kk 52 Hjáleigumaður Blóðskömm Hálshöggvinn
Ólöf Jónsdóttir 1705 kvk 20 Tökubarn? Blóðskömm Drekkt
Sumarliði Eiríksson 1705 kk 22 Blóðskömm Hálshöggvinn
Ragnhildur Tómasdóttir 1705 kvk 24 Bústýra Blóðskömm Drekkt
Hallfríður Magnúsdóttir 1706 kvk 37 Vinnukona Dulsmál/hórdómur Drekkt
Ólafur Kolbeinsson 1706 kk 36 Húsmaður Dulsmál Hálshöggvinn
Helga Magnúsdóttir 1709 kvk 32 Ráðskona/vinnukona Dulsmál Drekkt
Þórður Andrésson 1714 kk 61 Húsmaður Morð Hálshöggvinn
Halldór Sumarliðason (ekki í gagnagrunni) 1719
Ónafngreind kona 1720 kvk Dulsmál Drekkt
Þorsteinn Jónsson 1722 kk Dulsmál Hálshöggvinn
Guðrún Jónsdóttir 1722
Ingibjörg Bjarnadóttir 1722
Jakob Jónsson 1725 kk Þjófnaður Hengdur
Halldóra Jónsdóttir 1725 kvk 29 Dulsmál/Blóðskömm Drekkt
Jón Eyjólfsson 1725 kk 56 Bóndi Dulsmál/Blóðskömm Hálshöggvinn
Jón Ingimundarson 1729 kk Bóndi Morð Tekinn af lífi
Sigurður Árnason 1731 kk 18 Morð Tekinn af lífi
Pétur Halldórsson 1735 kk Blóðskömm Tekinn af lífi
Jón Guðmundsson 1738 kk 58 Dulsmál/Blóðskömm Hálshöggvinn
Halldóra Sigmundsdóttir 1738 kvk 36 Blóðskömm Drekkt
Sigmundur Guðmundsson 1738 kk 80 Blóðskömm Hálshöggvinn
Bótólfur Jörundsson 1739 kk 19 Morð Hálshöggvinn
Guðfinna Þorláksdóttir 1739 kvk Dulsmál Drekkt?
Ásmundur Þórðarson 1740 kk 30 Morð Tekinn af lífi
Jón Jónsson 1740 kk 14 Blóðskömm Dauðadómur
Sunnefa Jónsdóttir 1740 kvk 16 Blóðskömm Dauðadómur
Þórður Bjarnason 1742 kk Útileguþjófnaður Tekinn af lífi
Ögmundur Bjarnason 1742 kk Útileguþjófnaður Tekinn af lífi
Jón Erlendsson 1747 kk 37 Þjófnaður Hengdur
Guðríður Vigfúsdótttir 1749 kvk 39 Blóðskömm Tekin af lífi
Bjarni “öskubak” Jónsson 1749 kk 39 Blóðskömm Tekinn af lífi
Sigurður Guðmundsson 1751 kk Þjófnaður, flótti úr járnum Hengdur
Jón yngri Sigurðsson 1751 kk Morð Hálshöggvinn
Helgi Sigurðsson 1751 kk Morð Hálshöggvinn
Bjarni Árnason 1751 kk Morð Hálshöggvinn
Jón Jónsson (“Kjöseyrar-Jón”) 1752 kk Morð Hálshöggvinn, klipinn með glóandi töngum, höfuð sett á stjaka
Ónafngreindur maður 1752 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1752 kk Þjófnaður Hengdur
Ólafur Guðvarðsson 1753 kk Þjófnaður Hengdur
Guðrún Valdadóttir 1754 kvk 35 Blóðskömm Drekkt
Sigurður „elli“ Jónsson 1754 kk 74 Bóndi Blóðskömm Hálshöggvinn
Ónafngreindur maður 1755 kk Þjófnaður, flótti úr járnum Hengdur
Ónafngreindur maður 1756 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1756 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1756 kk Þjófnaður Hengdur
Guðmundur Snorrason 1757 kk 37 Útileguþjófnaður Hengdur
Jón Magnússon 1758 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1758 kk Þjófnaður Hengdur
Ónafngreindur maður 1758 kk Þjófnaður Hengdur
Jón Ólafsson 1758 kk Morð Tekinn af lífi
Ónafngreind kona 1759 kvk Dulsmál Tekin af lífi
Kristín Bjarnadóttir 1760 kvk Morð Drekkt
Ingibjörg Sölvadóttir 1760 kvk 35 Dulsmál Hálshöggvin?
Ívar Jónsson 1763 kk Dulsmál/Blóðskömm Hálshöggvinn, hægri hönd höggvin af
Ólöf Jónsdóttir 1763 kvk 23 Dulsmál/Blóðskömm Hálshöggvin
Jón Halldórsson 1770 kk 30 Morð Tekinn af lífi
Eiríkur Þorláksson 1786 kk Skar tungu úr dreng Tekinn af lífi
Ingibjörg Jónsdóttir 1792 kvk 32 Vinnukona Dulsmál Hálshöggvin
Steinunn Sveinsdóttir 1805 kvk Morð Dauðadómur
Bjarni Bjarnason 1805 kk 44 Morð Hálshöggvinn
Friðrik Sigurðsson 1830 kk Morð Hálshöggvinn
Agnes Magnúsdóttir 1830 kvk 35 Vinnukona og skáld Morð Hálshöggvin

Þekktar frásagnir og minni[breyta | breyta frumkóða]

 • Segja má að Ari Magnússon, sýslumaður í Ögri, hafi lagt sig fram um að breyta Spánverjavígunum árið 1615 úr fjöldamorði, það er löglausu ódæði, í lögmæta aftöku, þegar hann kvað upp dóm um það, eftir verknaðinn, að basknesku skipbrotsmennirnir sem þar voru ráðnir af dögum væru réttdræpir óbótamenn. Þeirra er þó ekki getið á lista Dysja hinna dæmdu hér að ofan.
 • Þessi eftir-á-réttlæting sýslumannsins á manndrápi var ekki einsdæmi í réttarsögu Íslands, þó að ef til vill hafi hún verið hin stórtækasta. Annað tilfelli birtist í annálum árið 1676, þegar Árni Jónsson var dæmdur, í Borgarfirði, til húðláts fyrir þjófnað, það er strýkingar. Þrátt fyrir að hafa ekki hlotið dauðadóm var Árni hengdur. Hengingunni var veitt samþykki á næstu samkomu Alþingis í Lögréttu og varð þar með, eftir á, að opinberri aftöku.[6]
 • Árið 1602 var Björn Þorleifsson, 47 ára gamall bóndi og „vandræðamaður“ frá Snæfellsnesi, hálshogginn á Alþingi „fyrir kvennamál, svall og „með mörgum sönnum líkindum“ þjófnað“. Hin fleygu orð „Höggðu betur, maður“ eru komin úr eftirfarandi frásögn Skarðsárannáls af aftöku Björns: „Hann kvaddi menn með handabandi, áður sig niður lagði á höggstokkinn, og bauð svo öllum góða nótt. Var hann með öllu óbundinn. Jon böðull, er höggva skyldi, var þá orðinn gamall og slæmur og krassaði í höggunum, en Björn lá kyr á grúfu, og þá sex höggin voru komin, leit Björn við og mælti: Höggðu betur, maður! Lá hann svo grafkyr, en sá slæmi skálkur krassaði ein 30 högg, áður af fór höfuðið, og var það hryggilegt að sjá.“[7]
 • Nokkur íslensk skáldverk hafa verið rituð um aftökur, atburði í aðdraganda þeirra og eftirmál. Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson er þar á meðal, og vísar titillinn í orð séra Jóns Bjarnarsonar þegar framverðir siðskiptanna ákveða að ráða Jón Arason biskup og syni hans af dögum. Feðgarnir höfðu þá þegar verið handteknir og þótti vandi að ráða hvernig best væri að geyma þá. „Eg em heimskastur af yður öllum, og sé eg þó ráð til, hvernig hægast sé að geyma þessa menn,“ sagði þá Jón Bjarnason, ráðsmaður í Skálholti. Aðrir viðstaddir sögðust það vilja heyra, og svaraði Jón því til að „öxin og jörðin geymdi þá bezt“.[8]
 • Um sama atburð orti Megas kvæðið „Um grimman dauða Jóns Arasonar“ sem hann söng á fyrstu plötu sinni. Þriðja erindi söngsins er svohljóðandi:
En þeir sörguðu af honum hausinn herra minn trúr,
herjans þrælarnir gömlum og sonum hans tveimur,
ó það liggur svo berlega í augum uppi Snati minn,
hve átakanlega vondur hann er þessi heimur.
 • Böðullinn sem Marteinn Einarsson biskup og Jón Bjarnason ráðsmaður í Skálholti fengu til að hálshöggva Jón Arason og syni hans hét Jón Ólafsson. Norðlenskir stuðningsmenn hinna hálshoggnu feðga höfðu uppi á böðlinum árið eftir. Í Setbergsannál er sagt að „þeir norðlenzku“ hafi fundið böðulinn á Álftanesi og „héldu í sundur á honum túlanum og helltu svo ofan í hann heitu blýi. Með það lét hann líf sitt, en þeir riðu síðan norður.“ Þennan viðburð mætti telja til múgæsingsaftöku (e. lynching), sbr. skilgreiningu í upphafi þessarar færslu.[9]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga Vísir.is, skoðað 25. júlí 2018.
 2. Dysjar hinna dæmdu, skoðað 15. febrúar 2020.
 3. „Bjóst ekki við að aftökurnar væru svo margar“, viðtal við Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði, á vef Vísis 6.9.2019: https://www.frettabladid.is/frettir/bjost-ekki-vid-ad-aftokurnar-vaeru-svo-margar/ (sótt 18.2.2020).
 4. Björn Þórðarson, Refsivist á Íslandi 1761–1925, Prentsmiðjan Gutenberg 1926.
 5. „Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi?“ á Vísindavef HÍ, https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4649, sótt 16.2.2020.
 6. Sjá t.d. Alþingisbækur VII. bindi, bls. 337.
 7. Björn Jónsson, Skarðsárannáll eða Annalar Þess froma og velvitra Sauluga Biørns Jonssonar á Skardsau Fordum Løgrettumanns í Hegranes-Sýslu, 1774. Ritið finnst á bækur.is. Frásögnin er skráð með ógotnesku letri í Alþingisbækur Íslands III. bindi, 1595-1605.
 8. Úr Biskupaannálum Jóns Egilssonar, handriti frá árinu 1692. Hér haft eftir úr Biskupasögum Jóns prófasts Haldórssonar í Hítardal, 1903, bls. 100: https://baekur.is/bok/000207447/1/134/Biskupasogur_Jons_profasts_Bindi_1_Bls_134/ (sótt 18.2.2020).
 9. Sjá svar á Vísindavef við spurningunni „Var böðull Jóns Arasonar íslenskur glæpamaður eða danskur embættismaður?“. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2320, sótt 18.2.2020.