Aberdeen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Aberdeen

Aberdeen er þriðja stærsta borg Skotlands. Íbúar borgarinnar eru rúmlega 225 þúsund. Byggð hefur verið þar sem borgin stendur í að minnsta kosti 8000 ár.

Aberdeen er miðstöð æðri menntunar í Norðaustur-Skotlandi. Í Aberdeen eru tveir háskólar, Háskólinn í Aberdeen, stofnaður 1495, og Robert Gordon-háskóli, sem varð háskóli árið 1992. Aberdeen er stundum nefnd Olíuhöfuðborg Evrópu.

Gamalt íslenskt heiti á borginni er Apardjón.