Worcester

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Byggingar í Worcester byggðar af Túdorum.
Dómkirkja borgarinnar.

Worcester (borið fram [/ˈwʊstər/]) er borg og höfuðbær í Worcestershire-sýslunni í Vestur-Miðhéruðum á Englandi. Worcester liggur um það bil 48 km suðvestan Birmingham og 47 km norðan Gloucester. Íbúar eru um 100.000 manns (2017). Dómkirkjan í Worcester, byggð á 12. öldinni, hefur útsýni yfir Severn-áinni sem rennur um miðju borgarinnar.

Síðasta orrusta ensku borgarastyrjaldarinnar var háð í Worcester þann 3. september 1651. Borgin er fæðingarstaður tónskáldsins Edwards Elgar. Worcestershire-sósa er frægasta útflutningsvara borgarinnar og er seld um allan heim. Sósan er enn sett á flöskur í Worcester.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.