St Asaph

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dómkirkjan í St Asaph.

St Asaph (velska: Llanelwy) er borg og sveitarfélag við ána Elwy í Wales. Árið 2011 voru íbúar 3.355 og er hún því önnur fámennasta borg Bretlands. Borgin liggur nálægt nokkrum sjávarbæjum svo sem Rhyl, Prestatyn, Abergele, Colwyn Bay og Llandudno.

Dómkirkja var reist í borginni á 14. öld. Hún er tilenkuð Asaff heilögum, öðrum biskupi sóknarinnar. Enska heiti borgarinnar er dregið af nafni biskupsins. St Asaph var viðurkennd opinberlega sem borg árið 2012.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.