Durham
Durham (borið fram [/ˈdʌrəm/], á staðnum [ˈdʏrəm]) er borg í Norðaustur-Englandi. Hún liggur í Durham-sýslu sem er líka borgarstjórnarsvæðið. Durham er höfuðborg sýslunnar. Hún liggur 21 km sunnan við Sunderland. Áin Wear rennur gegnum Durham og myndar stóra árbugðu sem skiptir borginni. Það er stór viktoríönsk járnbrauturbrú sem sést á leið inn í borgina. Heitið Durham er upprunnið úr fornensku orði dun, sem þýðir „hóll“ og fornnorrænu orði holme sem þýðir „eyja“. Íbúarnir voru um 42.939 manns árið 2001.
Borgin liggur á hæðóttu landasvæði er talið er að hún sé byggð á sjö sögulegum hóllum. Dómkirkja stendur á hæsta hólnum og má sjást frá öllum punktum í borginni. Miklir skógar á árbökkunum umkringja borgina. Durham er vel þekkt fyrir dómkirkjuna sína sem byggð var af Normönnum og kastalann sinn sem byggður var á 11. öld. Háskólinn í Durham er í borginni en hann var stofnaður var á 19. öld. Stórt fangelsi liggur að miðborginni.
Sönnunargögn benda til þess að svæðið hafi verið byggt á frá árinu 2000 f.Kr. Munkar stofnuðu nútímaborgina um árið 995 e.Kr. Iðnbyltingin hafði ekki mikil áhrif á borgina en hún var samt vel þekkt fyrir teppaframleiðslu og vefnað.