Ely

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vesturhlið dómkirkjunnar í Ely.

Ely (framburður: [ˈiːli]) er borg í Cambridgeshire í Englandi. Hún liggur um það bil 23 km norðan við Cambridge og um það bil 129 km vegalengd frá London.

Aðalþrúður prinsessa stofnaði klaustur í Ely árið 673, en Danir eyðilögðu það árið 870. Aðalvaldur af Winchester endurreisti klaustrið árið 970. Bygging dómkirkju hófst árið 1083 og hélt áfram til ársins 1539 þegar klaustrið var lagt niður við siðaskiptin. Dómkirkjan var endurbyggð í upprunalegum stíl árin 1845–1870. Þar sem Ely var sókn var hún lengi töluð borg, en hlaut þeirrar stöðu opinberlega árið 1974.

Ely liggur á leirhóli í mýri sem heitir Fens. Mikið mór myndaðist í mýrinni áður en hún var framreist á 17. öld. Atvinnulífið í sveitinni í kringum Ely einkennist af landbúnaði. Fyrir framræsinguna snerist það að mörgu leyti um mógröf og álaveiða. Borgin var miðstöð leirkeragerðar í mörg hundruð ár.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Ely“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. apríl 2019.
  Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.