Fara í innihald

Ytri Suðureyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Ytri Suðureyjum og lega við Skotland.
Barra Head, syðsti oddur Ytri Suðureyja.

Ytri Suðureyjar eða Vestureyjar (skosk gelíska: Na h-Eileanan Siar eða Na h-Eileanan an Iar „Vestureyjar“; enska: Outer Hebrides eða Western Isles) eru eyjaþyrping við vesturströnd meginlands Skotlands. Þær tilheyra stærri eyjaþyrpingu sem heitir Suðureyjar. Þær eru aðskildar frá meginlandi Skotlands af Innri Suðureyjum og Skotlandsfirði (e. the Minch). Skosk gelíska er aðaltungumál í eyjunum þó er meirihluti enskumælandi íbúa á ákveðnum svæðum.

Berggrunnur flestra Ytri Suðureyjanna er úr forni myndbreyttu bergi en veðurfarið í eyjunum er hafrænt og milt. Byggð er í 15 eyjum en íbúarnir eru 27.000 talsins. Auk þeirra eru fleiri en 50 óbyggðar eyjar. Frá syðsta oddi, Barra Head, til nyrsta höfðans, Butt of Lewis, er sirka 210 km.

Í eyjunum eru ýmsar mikilvægar fornleifar. Eyjarnar voru undir stjórn norrænna manna í um það bil 400 ár en voru færðar Skotlandi í Perth-sáttmálanum árið 1266. Ytri Suðureyjar komu þá undir stjórn ýmsra skoskra ættbálka (e. clans) svo sem MacLeod, MacDonald, MacKenzie og MacNeil. Nauðarflutningar fólks af eyjunum á 19. öld höfðu eyðileggjandi áhrif á mörg bæjarfélög þar en á síðustu árum er íbúum hætt að fækka. Í dag eru flestar jarðir í eyjunum komnar í eign heimamanna. Atvinna í eyjunum snýst um ferðaþjónustu, búmennsku, fiskveiðar og vefnað.

Aðaltenging milli eyjanna er sjóleiðis. Tíðar ferjusiglingar eru milli eyjanna og meginlandsins. Stærsti bærinn í eyjunum er Stornoway. Trú, tónlist og íþróttir eru mikilvægir þættir í menningu eyjanna.

Eyjar[breyta | breyta frumkóða]

Nafn Nafn á ensku Nafn á gelísku
Baleshare Baile Sear
Barrey Barra Barraigh
Benbecula Beinn nam Fadhla
Bjarnarey Berneray Beàrnaraigh
Eiríksey Eriskay Èirisgeigh
Flodday Flodaigh
Fraoch-eilean Fraoch-eilean
Grímsey Grimsay Griomasaigh
Hérað Harris Na Hearadh
Ljóðhús Lewis Leòdhas
Mikla Bjarnarey Great Bernera Beàrnaraigh Mòr
Norður-Uist North Uist Uibhist a Tuath
Scalpay Sgalpaigh na Hearadh
Suður-Uist South Uist Uibhist a Deas
Vatersay Bhatarsaigh
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.