Fara í innihald

Perth og Kinross

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Perth og Kinross í Skotlandi

Perth og Kinross (gelíska: Peairt agus Ceann Rois) er eitt af 32 sveitarfélögum Skotlands. Það er í miðhluta landsins og þekur um 5.300 ferkílómetra. Íbúar eru um 150.000 (2021). Perth er stærsta borgin og höfuðstaðurinn. Í suðurhlutanum er landbúnaður mikilvægur en frá norðaustri til suðvesturs liggja Grampian-fjöll.