Ripon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Markaðstorgið í Ripon.
Dómkirkjan.

Ripon er borg í sveitarfélaginu Harrogate í Yorkshire í Englandi. Borgin liggur við mót tveggja þveráa Ure-ár: Laver og Skell. Borgin er hvað þekktust fyrir dómkirkjuna, sem er helsta kennileiti borgarinnar. Þar er jafnframt frægur skeiðvöllur og markaður. Sögu borgarinnar má rekja yfir 1.300 ár aftur í tímann.

Borgin var stofnuð sem Inhrypum af Vilfreði heilögum á tíma konungsríkisins Norðymbralands. Á þeim tíma naut borgin mikilvægis í Bretlandseyjum sem miðstöð kirkjunnar. Ripon var um skeið undir stjórn Víkinga og lenti síðar undir stjórn Normanna. Nokkur uppbygging var í Ripon á tíma Plantagenetættarinnar, sem gerði borgina að miðstöð ullar- og klæðaframleiðslu. Iðnaður óx nokkuð í borginni á 16. og 17. öld, en borgin varð ekki mikið fyrir áhrifum iðnbytlingarinnar.

Ripon er þriðja smæsta borg Englands eftir íbúafjölda. Árið 2011 voru íbúar hennar 16.702. Hún liggur 18 km suðvestan við Thirsk, 26 km sunnan við Northallerton og 19 km norðan við Harrogate.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.