St Davids

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dómkirkjan í St Davids.

St Davids (velska: Tyddewi „hús Davíðs“) er borg og sveitarfélag í Wales. Borgin liggur við ána Alun. Davíð heilagur, verndardýrlingur Wales, er grafinn í borginni og er hún því nefnd eftir honum. St Davids er fámennasta borg Bretlands, en íbúar hennar voru 1.841 árið 2011.[1]

Á 6. öld stofnaði Davíð heilagur klaustur við bakka Alun-ár. Á þeim tíma hét svæðið Mynyw á velsku. Byggðin sem óx upp í kringum klaustrið var kölluð Tyddewi eða „hús Davíðs“. Dómkirkja var reist þar en var henni oft rænt af Víkingum. Hún brann til kaldra kola árið 1087. Normannar reistu nýja dómkirkju, sem lifir af ennþá daginn í dag, og geymdu marga muni þar (á meðal þeirra voru líkamsleifar Davíðs heilags).

St Davids var fyrst viðurkennd sem borg á 16. öld. Borgin missti viðurkenninguna árið 1886 en endurheimti hana árið 1994.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  1. „St Davids, Holiday Cottages, Hotels, Camping & Things To Do“. www.visitpembrokeshire.com.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.