Fara í innihald

Newport (Wales)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Newport.
Westgate Square.

Newport (velska: Casnewydd) er borg í suðaustur-Wales. Borgin liggur við Usk-fljót og er 19 km norðaustur af Cardiff. Í Newport búa um 149.000 (2016) og um 307.000 á stórborgarsvæðinu (2011). Á stórborgarsvæði Cardiff-Newport búa nálægt 1,1 milljón.

Við Newport nútímans var byggt rómverska virkið Caerleon á 1. öld. Newport hefur verið höfn síðan á mið-öldum þegar fyrsti Newport-kastalinn var byggður af Normönnum. Borgin stækkaði ört í byrjun 19. öld þegar höfnin var miðstöð kolaútflutnings frá Suður-Wales. Fram til miðrar 19. aldar var meirihluti borgarinnar velskumælandi en það tók að breytast með enskum og írskum innflytjendum. Árið 1839 varð Newport-uppreisnin (enska: The Newport Rising) þegar tilraun til uppreisnar var gerð gegn breskum valdhöfum með þeim afleiðingum að 20 létust. Einn forsprakki hennar John Frost var dæmdur til dauða en síðar sendur til Ástralíu. Á 20. öld minnkuðu umsvif hafnarinnar og framleiðsla tók við sem mikilvægasta atvinnugrein.

Aðalverslunargötur borgarinnar eru High Street og Commercial Street. Helsta knattspyrnulið borgarinnar er Newport County.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.