Scottish Borders

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Scottish Borders í Skotlandi.

Scottish Borders er eitt 32 sveitarfélaga Skotlands. Stærð þess er rúmlega 4.700 ferkílómetrar og eru íbúar um 115.000 (2021).

Landslagið er hæðótt og er dreifbýlt. Stærstu bæir eru Galashiels og Hawick.

Eins og nafnið gefur til kynna eru þar landamærin að Englandi sem mynduð voru árið 1552.