2. deild karla í knattspyrnu 1963
Leikar í 2. deild karla í knattspyrnu hófust í 9. skiptið árið 1963. Horfið var aftur til tvöfaldrar riðlaskiptingar eins og hafði verið árin áður, þó var þeim ekki skipt eftir landshlutum.
Þróttur og Breiðablik léku til úrslita í markaleik, en hann endaði 9-0 fyrir Þrótt.
A riðill
[breyta | breyta frumkóða]Í A riðli léku lið: ÍBV og Breiðablik.
| Sæti | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | Athugasemdir | |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Breiðablik | 2 | 1 | 1 | 0 | 6 | 2 | -4 | 3 | Í úrslitaleik | |
| 2 | ÍBV | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 | 6 | -4 | 1 | ||
| Úrslit (▼Heim., ►Úti) | Breiðablik | ÍBV |
| Breiðablik | 4-0 | |
| ÍBV | 2-2 |
Reynir Sandgerði og Dímon úr Landeyjum hættu keppni eftir að hafa gefið leiki sína gegn ÍBV (Reynir) og Breiðablik (Dímon). Dímon hafði tapað 11-3 fyrir Reyni og Reynir keppt tvo leiki við Breiðablik og tapað báðum með samanlagðri markatölu 2-5.
B riðill
[breyta | breyta frumkóða]Í B riðli léku ÍBH, Þróttur, KS og ÍBÍ
| Sæti | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | Athugasemdir | |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Þróttur | 6 | 4 | 1 | 1 | 17 | 9 | +8 | 9 | Í úrslitaleik | |
| 2 | ÍBH | 6 | 3 | 1 | 2 | 18 | 13 | +5 | 7 | ||
| 3 | KS | 6 | 2 | 1 | 3 | 16 | 21 | -5 | 5 | ||
| 4 | ÍBÍ | 6 | 1 | 1 | 4 | 10 | 18 | -8 | 3 | ||
| Úrslit (▼Heim., ►Úti) | Þróttur | ÍBH | KS | BÍ |
| Þróttur | 5-1 | 5-2 | 0-0 | |
| ÍBH | 5-0 | 5-3 | 4-1 | |
| KS | 0-3[1] | 2-2 | 3-2 | |
| ÍBÍ | 1-4 | 2-1 | 4-6 |
Úrslitaleikur
[breyta | breyta frumkóða]Úrslitaleikurinn var leikinn á milli Þróttar og Breiðabliks. Þróttarar sigruðu 9-0, sigur sem hefði hæglega getað orðið stærri. Haukur Þorvaldsson skoraði þrjú mörk, Ómar Magnússon og Axel Axelsson tvö mörk hvor og Jens Karlsson og Þorvarður Björnsson skoruðu sitt markið hvor.
| Lið | Úrslit | Lið | ||
|---|---|---|---|---|
| Þróttur | 9-0 | Breiðablik | ||
Fróðleikur
[breyta | breyta frumkóða]- Fresta þurfti leik Dímon úr Landeyjum gegn ÍBV því að flugvél þeirra hringsólaði um Vestmannaeyjar án þess að geta lent, hinn 4. júní.
- Einungis 7 liðsmenn Dímon mættu til leiks er þeir áttu að keppa við Breiðablik og urðu þeir því að gefa leikinn, þeir hættu keppni skömmu eftir það atvik.
- KS tapaði heimaleik sínum gegn Þrótti á ákæru sem snérist um 16 ára pilt, Sigurjón Erlendsson, sem ekki hafði tilskildan aldur til að taka þátt í leikjum á vegum meistaraflokks.
- Úrslitaleikurinn átti að fara fram á Laugardalsvelli en var seinkað, vegna kærumálsins, frá 9. september til 28. september. Hann fór því fram á grasvellinum í Njarðvík í norðanstrekkingi.
| Sigurvegarar 2. deildar 1963 |
|---|
Þróttur Upp í 1. deild |
| Fyrir: 2. deild 1962 |
B-deild | Eftir: 2. deild 1964 |
| |||||||||||||||||||||||||
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Þróttur vann kærumál gegn KS sem notaði ólöglegan leikmann í leik liðanna, en KS vann leikinn 4-2. Þrótti var dæmdur sigur. Hefði KS unnið hefðu liðin þrjú endað öll jöfn með 7 stig og sérstakt umspil milli þeirra hefðu þurft til að skera úr um hvaða lið myndi vinna riðilinn.