Íþróttafélagið Þór Akureyri
Íþróttafélagið Þór | |||
Fullt nafn | Íþróttafélagið Þór | ||
Gælunafn/nöfn | Þórsarar | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Þór | ||
Stofnað | 6. júní 1915 | ||
Leikvöllur | Þórsvöllur | ||
Stærð | 1.984 (984 sæti) | ||
Stjórnarformaður | Ingi Björnsson | ||
Knattspyrnustjóri | Páll Gíslason | ||
Deild | 1. deild | ||
2024 | 10. | ||
|
Íþróttafélagið Þór er íþróttafélag sem er starfrækt á Akureyri. Það var stofnað 6. júní árið 1915
Innan félagsins eru stundaðar margar íþróttagreinar, meðal annars fótbolti, körfubolti, keila og tae-kwon-do. Handboltadeild félagsins sameinaðist KA árið 2006 undir merkjum Akureyri Handboltafélag en sundraðist samstarfið árið 2017 og leikur lið Þórs undir sínu eigin nafni á ný.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Íþróttafélagið Þór var stofnað 6. júní 1915, og er elsta starfandi íþróttafélag á Akureyri. Stofnandi félagsins var Friðrik Einarsson og var einnig fyrsti formaður þess. Friðrik var tæplega 15 ára gamall þegar hann stofnaði félagið, ásamt nokkrum öðrum 12-15 ára drengjum á Oddeyri. Í fyrstu hét félagið Íþróttafélag Oddeyringa, Þór. Drengirnir hófu æfingar strax við stofnun, undir stjórn Friðriks sem var óumdeildur leiðtogi hópsins.
Samkvæmt fyrstu lögum Þórs, sem samþykkt voru á stofnfundinum 6. júní 1915, gátu aðeins þeir orðið félagar sem voru á aldrinum 10-15 ára. "Undantekning verður veitt ef það er samþykkt á fundi" segir í lögunum. Aðeins drengir voru í félaginu framan af en fyrstu stúlkurnar gengu í Þór 14. janúar 1934, fimm talsins. Heimildir herma að innganga þeirra hafi mætt nokkurri andstöðu.
Árið 1951, þann 5. júli, létust 2 félagsmenn Þórs á leið til keppnisferðar til Isafjarðar [1]
Athygli vekur að í þessum fyrstu lögum er skýrt tekið fram að þeir sem gangi í félagið megi hvorki neyta áfengis né tóbaks og þeir sem brjóta af sér þrisvar, svo upp komist, eru burtrækir úr félaginu. Þá er kveðið á um það að þeir, sem hylma yfir með félaga sem brýtur af sér, séu jafnsekir.
Knattspyrna
[breyta | breyta frumkóða]Meistaraflokkur kvenna
[breyta | breyta frumkóða]- Sjá nánari umfjöllun á greininni Þór/KA
Þór Akureyri og Knattspyrnufélag Akureyrar hafa haft samstarf um sameiginlegt lið meistaraflokks kvenna undir merkjum Þór/KA síðan 1999. KS kom inn í samstarfið 2001 og hét liðið Þór/KA/KS þangað til KS gekk úr því eftir 2005 tímabilið.
Meistaraflokkur karla
[breyta | breyta frumkóða]Leikmenn
[breyta | breyta frumkóða]Meistaraflokkur karla leikur í Inkasso deildinni sumarið 2019.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10 febrúar 2018. Sótt 9 febrúar 2018.