Tækniskólinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tækniskólinn

Einkunnarorð „Skóli atvinnulífsins“
Stofnaður 2008
Tegund Einkaskóli í eigu stéttarfélaga
Skólastjóri Hildur Ingvarsdóttir
Nemendafélag Nemendasamband Tækniskólans (NST)
Staðsetning Skólavörðuholt, Háteigsvegur, Hafnarfjörður
Gælunöfn Tæknó, Iðnó, Tskóli
Heimasíða tskoli.is

Tækniskólinn er íslenskur framhaldsskóli stofnaður 1. júlí árið 2008 með sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans. Skólinn er einkarekinn og er í eigu LÍÚ, Samtaka iðnaðarins, Samorku, Samtaka íslenskra kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.

Árið 2015 tók Tækniskólinn yfir starf Iðnskólans í Hafnarfirði.

Námsframboð[breyta | breyta frumkóða]

Tækniskólinn skiptist í tólf undirskóla, hver með sinn skólastjóra. Í hverjum undirskóla eru gjarnan margar námsbrautir. Undirskólar Tækniskólans eru eftirtaldir:

 • Byggingatækniskólinn
 • Endurmenntunarskólinn
 • Handverksskólinn
 • Raftækniskólinn
 • Skipstjórnarskólinn
 • Tæknimenntaskólinn
 • Upplýsingatækniskólinn
 • Véltækniskólinn
 • Margmiðlunarskólinn
 • Meistaraskólinn
 • Vefskólinn

Starfsemi[breyta | breyta frumkóða]

Húsnæði Tækniskólans í Skólavörðuholti
Vörðuskóli
Tækniskólinn að Háteigsvegi

Starfsemi Tækniskólans fer fram nær eingöngu á fjórum stöðum; Skólavörðuholti, Háteigsvegi og Hafnarfirði

Í Skólavörðuholti eru til húsa Hársnyrtiskólinn, Tæknimenntaskólinn, Raftækniskólinn, Byggingatækniskólinn og Handverksskólinn.

Á Háteigsvegi eru Upplýsingatækniskólinn, Skipstjórnarskólinn, Véltækniskólinn, Margmiðlunarskólinn, Vefskólinn og Tæknimenntaskólinn.

Áður var Upplýsingatækniskólinn til húsa í Vörðuskóla en starfsemi hans var flutt á Háteigsveg þann 22. mars 2019, eftir að skoðun Vörðuskóla á vegum Ríkiseigna leiddi í ljós að „full ástæða [væri] til að skoða betur“ tiltekin rými vegna slæmra loftgæða og sveppagróa, og tekin var ákvörðun um að skoða aðstæður nánar og ráðast í framhaldinu í viðeigandi viðgerðir.[1]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla“. www.mbl.is. Sótt 5. október 2019.