Tækniskólinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Tækniskólinn
Tækniskólinn.png
Einkunnarorð „Skóli atvinnulífsins“
Stofnaður 2008
Tegund Einkaskóli í eigu stéttarfélaga
Skólastjóri Jón B. Stefánsson
Nemendafélag NST ( Nemendasamband Tækniskólanns)

ENIAC ( Nemendafélag Upplýsingatækniskólanns )
Staðsetning Skólavörðuholt, Háteigsvegur, Hafnarfjörður
Gælunöfn Tæknó, Iðnó, Tskóli
Heimasíða tskoli.is

Tækniskólinn er íslenskur framhaldsskóli stofnaður 1. júlí árið 2008 með sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans. Skólinn er einkarekinn og er í eigu LÍÚ, Samtaka Iðnaðarins, Samorku, Samtök Íslenskra Kaupskipaútgerða og Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík

Námsframboð[breyta | breyta frumkóða]

Tækniskólinn skiptist í tólf undirskóla, hver með sinn skólastjóra. Í hverjum undirskóla eru gjarnan margar námsbrautir. Undirskólar Tækniskólans eru eftirtaldir:

 • Byggingatækniskólinn
 • Endurmenntunarskólinn
 • Flugskóli Íslands
 • Handverksskólinn - hár gull föt
 • Margmiðlunarskólinn
 • Meistaraskólinn
 • Raftækniskólinn
 • Skipstjórnarskólinn
 • Tækniakademían
 • Tæknimenntaskólann
 • Upplýsingtækniskólinn
 • Véltækniskólinn

Starfsemi[breyta | breyta frumkóða]

Húsnæði Tækniskólans í Skólavörðuholti
Vörðuskóli
Tækniskólinn að Háteigsvegi

Starfsemi Tækniskólans fer fram nær eingöngu á fjórum stöðum; Skólavörðuholti, Vörðuskóla,Háteigsvegi og Hafnarfirði

Í Skólavörðuholti eru til húsa Hársnyrtiskólinn, Tæknimenntaskólinn, Endurmenntunarskólinn, Raftækniskólinn, Byggingatækniskólinn, Hönnunar- og handverksskólinn og Meistaraskólinn.

Í Vörðuskóla hafa aðsetur Upplýsingatækniskólinn, Margmiðlunarskólinn og Byggingatækniskólinn (tækniteiknun).

Á Háteigsvegi eru Flugskólinn, Skipstjórnarskólinn, Véltækniskólinn og Tæknimenntaskólinn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]