Fara í innihald

Einkaskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Einkaskóli er skóli í einkaeign, en ekki í eigu hins opinbera, þ.e. hvorki sveitarfélaga né ríkisins. Einkaskólar eru reknir á öllum skólastigum á Íslandi í dag, frá leikskólum til háskóla.

Einkaskóla á grunnskólastigi er gert að lúta þeim kröfum sem gerðar eru til opinberra skóla á því skólastigi og einkaskólar sem útskrifa stúdenta sömuleiðis. Á leikskóla- og háskólastigi eru efnistök skólanna og áherslur í kennslu frjálsari.

Einkaskólar fá framlög frá hinu opinbera til jafns við opinbera skóla.

Einkaskólar á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Einkaskólar á Íslandi eru meðal annars Háskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn Hraðbraut. Og á grunnskólastigi Tjarnarskóli, Suðurhlíðarskóli, Landakotsskóli og Waldorfskólinn Sólstafir.