Menntaskólinn á Egilsstöðum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Menntaskólinn á Egilsstöðum
MenntaskolinnEgilsstodum.jpg
Stofnaður 1979
Tegund Framhaldsskóli
Skólastjóri Árni Ólason
Nemendur umþb 200
Nemendafélag NME
Staðsetning Tjarnarbraut
700 Egilsstaðir
Gælunöfn ME
Gælunöfn nemenda MEingar
Heimasíða me.is

Menntaskólinn á Egilsstöðum tók til starfa árið 1979. Fyrst um sinn var skólinn til húsa í heimavistarbyggingu skólans, sem aftur var byggt við 1983. Langþráð kennsluhús skólans var vígt 1989 og viðbygging við það árið 2006.


Nám í boði við Menntaskólann á Egilsstöðum[breyta | breyta frumkóða]

Haustið 2011 fékk skólinn leyfi til tilraunakennslu samkvæmt nýrri námskrá, byggðri á lögum um framhaldsskóla frá 2008. Nokkrar breytingar voru gerðar á kennsluháttum við skólann.

 • Stór hluti kennslustunda eru nú s.k. verkefnatímar þar sem nemendur vinna að verkefnum tengdum þeim áföngum sem þeir eru skráðir í.
 • Skólaárinu er nú skipt í fernt, í s.k. spannir sem hver um sig er rúmar 8 vikur.
 • Nemendur eru skráðir í færri fög í einu, venjulega í 3 aðalfög og ljúka áföngunum á einni spönn. Hver áfangi er venjulega 5 nýjar einingar.

Áfangakerfi skólans hefur verið uppfært skv. nýjum staðli, þar sem áfangaheiti samanstendur af níu stöfum:

 • Fyrstu fjórir stafirnir eru bókstafir og tákna áfangaheiti, t.d. ÍSLE.
 • Næsti stafur tilgreinir hæfniþrep sem áfanginn er á.
 • Þá koma tveir bókstafir sem eiga að tengjast innihaldi áfangans.
 • Loks koma tveir tölustafir sem gefa til kynna hve margar (nýjar) einingar eru innifaldar í áfanganum.

Nýjar námsbrautir í skólanum eru:

 • Alþjóðabraut
 • Félagsgreinabraut
 • Listnámsbraut
 • Náttúrufræðibraut

Samkvæmt eldri námskrá, sem er að hluta til í gildi samhliða hinni nýju var hægt að velja um 7 námsbrautir við ME:

Skólameistarar frá upphafi[breyta | breyta frumkóða]