Hermesarstafurinn
Útlit
Hermesarstafurinn eða Merkúrsstafurinn (en einnig kenndur við sprota og kallaður Hermesarsprotinn en einnig einfaldlega slönguvölur) (gríska: κηρύκειον - latína: caduceus) er gylltur stafur eða sproti sem tvær slöngur hlykkjast um og er vængjaður efst. Guðinn Hermes er oft sýndur í höggmynda- og myndlist með Hermesarstafinn í vinstri hendi, en Hermes var sálnaleiðir (psychagogos) og verndarguð kaupmanna, þjófa, lygara og fjárhættuspilara. Varast ber að rugla Hermesarstafnum saman við Asklepiosarstafinn og öfugt.
Til forna var Hermesarstafurinn tákn plánetunnar Merkúríusar. Á Íslandi er Hemesarstafurinn tákn Verzlunarskóla Íslands, enda Hermes (Merkúríus) guð verslunar.