Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
Framhaldskóli mos.svg

Stofnaður 20. ágúst 2009
Nemendafélag NFFmos
Staðsetning Brúarland
270 Mosfellsbær
Ísland
Gælunöfn Fmos
Heimasíða www.fmos.is
www.nffmos.is

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ (einnig Fmos) var stofnaður þann 20. ágúst 2009.

Samningur um stofnun Fmos var undirritaður af menntamálaráðherra og bæjarstjóra Mosfellsbæjar 19. febrúar 2008 og byrjaði starfsemi hans strax haustið 2009. Skólinn er núna í elsta skólahúsnæði Mosfellsbæjar að Brúarlandi, en skólinn verður þar þangað til að nýja byggingin mun rísa. Sú bygging mun vera 4000 m2 og gert er ráð fyrir að hún muni vera að Háholti, nærri miðbæ Mosfellsbæjar. Í skólanum er símat. Símatið gengur fyrir sig þannig að mörg verkefni eru lögð fyrir nemendur yfir önnina. Þegar nemendur skila inn verkefnum þá fá þeir mat til baka frá kennara sem sýnir hvað vantar uppá og hvernig verkefnið var unnið að mati þeirra. Skólinn kennir sig við auðlindir og umhverfi og er umhverfisfræði er skylduáfangi í skólanum. Í skólanum er boðið uppá fimm brautir og tvær af þeim eru til stúdentsprófs, en þær eru nátturvísundabraut og félags- og hugvísindabraut. Hinar þrjár brautirnar eru almenn námsbraut, listabraut og loks íþrótta og lýðheilsubraut.

Nemendafélagið heitir Nemendafélag Framhaldskólans í Mosfellsbæ (eða nffmos) og rekur það skemmtinefnd, fjölmiðlanefnd og íþróttanefnd. Nemendafélag Fmos tekur þátt í Gettu betur, Söngvakeppni framhaldsskólana og ræðukeppnum. Nemendur Fmos eru fáir miðað við aðra menntaskóla.