Fara í innihald

Menntaskóli Borgarfjarðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Menntaskóli Borgarfjarðar er einkarekinn menntaskóli með aðsetur í Borgarnesi. Skólinn var stofnaður árið 2006 en kennsla hófst haustið 2007. Hann er eini menntaskólinn í Borgarfirði og þjónar nokkuð stóru svæði en fyrir eru tveir háskólar í sveitarfélaginu.

Skólahúsið var ekki fullbúið við skólasetningu á fyrsta starfsári svo kennt var í öðrum húsum í Borgarnesi. Arkitektastofan Kurtogpí[1].

Stærstu hluthafar í skólanum eru Sparisjóður Mýrasýslu, Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Loftorka, Kaupfélag Borgfirðinga og Nepal hugbúnaður en að auki eru 150 minni hluthafar í fyrirtækinu[2].

Nám til stúdentsprófs við skólann tekur að jafnaði 3 ár en alls býður skólinn upp á 3 námsbrautir; félagsfræðibraut, náttúrufræðibraut og almenna braut. Annarpróf tíðkast ekki, heldur er notað námsmat sem byggist á virkni nemandans jafnt og þétt allt árið. Kennslu aðferðir byggjast að miklu leyti á upplýsingatækni og eiga allir nemendur möguleika á að fá Macbook tölvu leigða af skólanum (þó að það sé valfrjálst er skylda að hafa með sér tölvu). Skólameistari er Kolfinna Jóhannesdóttir.

Við skólann er nemendafélag, NMB, en auk þess hefur Ungmennahúsið Mímir aðstöðu í nemendarými í kjallara skólans. Það má því segja að við skólann séu starfandi tvö nemendafélög.


Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. hannaði skólahúsið. „Menntaskóli Borgarfjarðar - Skólahúsið“. Sótt 24. ágúst 2007.
  2. „Menntaskóli Borgarfjarðar“. Sótt 24. ágúst 2007.