Jihad

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Jihad (arabíska: جهاد‎‎ jihād [dʒɪˈhaːd]) er arabískt orð sem merkir bókstaflega „strit, erfiði“. Í samhengi íslams hefur orðið mörg blæbrigði, svo sem að leitast við að bæta eigin breyskleika, eða samfélagið í heild sinni. Í sjaríalögum á orðið við vopnaða baráttu gegn þeim sem ekki trúa á íslam en íslamskir fræðimenn telja það merkja „varnarhernaður“.

Orðið jihad kemur oft fyrir í kóraninum án hernaðarmerkingar, oft í orðatiltækinu „að erfiða á vegi Guðs“ (al-jihad fi sabil Allah). Lögfróðir menn á tíma íslömsku gullaldarinnar tengdu merkingu orðsins oft við hernað. Þeir bjuggu til flóknar reglur um jihad sem fólu í sér meðal annars bann gegn því að ráðast gegn þeim sem ekki börðust. Í dag hefur orðið glatað löglegri þýðingu sinni og er frekar notað í hugmyndafræðilegum skilningi. Þótt nústarfandi íslamskir fræðimenn hafi leitast við að leggja áherslu á þau blæbrigði orðsins sem ekki tengjast hernaði hafa herskáir íslamistar snúið út úr upprunalegu merkingu orðsins eins og hún var upprunalega sett fram í kóraninum.

Síðasta skiptið sem löggildur kalífi lýsti yfir jihadi var árið 1914 þegar Mehmed 5. Tyrkjasoldán lýsti yfir heilögu stríði gegn bandamönnum í fyrri heimsstyrjöldinni.[1] Þessi yfirlýsing var pólitískt útspil sem Tyrkir vonuðust til að myndi fá múslima sem byggju innan landsvæðis bandamannaríkjanna til að rísa upp. Þetta rættist ekki og yfirlýsing soldánsins hafði engin marktæk áhrif á stríðið. Fæstir múslimar tóku alvarlega þá hugmynd að þátttaka í stríði milli kristinna þjóða gæti talist heilagt stríð.

Tilvísanir

  1. Lawrence Sondhaus, World War One: The Global Revolution, (Cambridge University Press, 2011), 91.
  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.