Jihad

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Jihad (arabíska: جهاد‎‎ jihād [dʒɪˈhaːd]) er arabískt orð sem merkir bókstaflega „strit, erfiði“. Í samhengi íslams hefur orðið mörg blæbrigði, svo sem að leitast við að bæta eigin breyskleika, eða samfélagið í heild sinni. Í sjaríalögum á orðið við vopnaða baráttu gegn þeim sem ekki trúa á íslam en íslamskir fræðimenn telja það merkja „varnarhernaður“.

Orðið jihad kemur oft fyrir í kóraninum án hernaðarmerkingar, oft í orðatiltækinu „að erfiða á vegi Guðs“ (al-jihad fi sabil Allah). Lögfróðir menn á tíma íslömsku gullaldarinnar tengdu merkingu orðsins oft við hernað. Þeir bjuggu til flóknar reglur um jihad sem fólu í sér meðal annars bann gegn því að ráðast gegn þeim sem ekki börðust. Í dag hefur orðið glatað löglegri þýðingu sinni og er frekar notað í hugmyndafræðilegum skilningi. Þótt nústarfandi íslamskir fræðimenn hafi leitast við að leggja áherslu á þau blæbrigði orðsins sem ekki tengjast hernaði hafa herskáir íslamistar snúið út úr upprunalegu merkingu orðsins eins og hún var upprunalega sett fram í kóraninum.

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.