Reykjavíkurvitar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Höfðaviti við Sæbraut er nýjasti vitinn í Reykjavík og fyrsti nýi vitinn á Íslandi í 30 ár.

Reykjavíkurvitar eru nokkrir vitar við innsiglinguna í Reykjavíkurhöfn og Sundahöfn. Þetta á þó ekki við um Gróttuvita og Engeyjarvita sem eru oftast taldir sérstaklega. Reykjavíkurvitar eru því: tveir vitar við mynni Reykjavíkurhafnar, einn á Ingólfsgarði og einn á Norðurgarði (báðir reistir upphaflega 1917, en núverandi hús frá 1993), ljóseinkenni Fl R 2s og Fl G 2s; Höfðaviti við Sæbraut við Höfða (reistur 2017), ljóseinkenni Iso WRG 4s; og viti á Skarfakletti (reistur 2014), ljóseinkenni Fl G 2s. Allt eru þetta stálgrindarvitar.

Áður höfðu verið vitar við enda Vitastígs frá 1897 (rifinn 1927), á endanum á Faxagarði í innri höfninni (frá 1927 þar til hann féll í sjóinn í óveðri 1945), og viti í turni Sjómannaskólans (frá 1945 til 2014), en árið 2008 varð ljóst að nýbyggð háhýsi við Höfðatorg byrgðu sýn á hann. Höfðaviti tók við af honum.

Auk vitanna eru nokkrar ljósbaujur sem vísa leiðina til Reykjavíkurhafnar og Sundahafnar, eins og við enda Engeyjarrifs, við Skarfasker og Viðey, við Akurey og fleiri. Auk þeirra eru leiðarljós í landi á ýmsum stöðum, eins og á enda Eyjargarðs og Ingólfsgarðs, Gufuneshöfða, Ártúnshöfða og fleiri stöðum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.