Malarhornsviti
Útlit
Malarhornsviti er 3 metra hár rauðgulur brúarlaga viti sem stendur á kambinum fyrir ofan Malarhorn á Drangsnesi við Steingrímsfjörð á Ströndum. Ljóseinkenni vitans er Fl(2)WRG 15s (2 blikkljós í þrískiptum geisla á 15 sekúndna fresti).
Upphaflega var reistur viti á Malarhorni með húsi úr stáli árið 1916, líkt og á Hólmavík á sama tíma. Vitinn skemmdist í bruna árið 1934. Nýr steinsteyptur viti var reistur 1947 og tekinn í notkun árið eftir.