Hraunhafnartangaviti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hraunhafnartangaviti

Hraunhafnartangaviti er 18,5 metra hár ferstrendur turnlaga viti sem stendur á Hraunhafnartanga á Melrakkasléttu. Tanginn er einn nyrsti punkturinn á meginlandi Íslands og Norðurheimskautsbaugur er aðeins 3 km undan landi. Turninn var reistur árið 1945 en vitinn var ekki tekinn í notkun fyrr en 1951. Ljóseinkenni vitans er Fl(2)WR 30s (tvískipt 2 blikkljós á 30 sekúndna fresti).