Fara í innihald

Grímsey (Steingrímsfirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grímsey.
Lundi í Grímsey á Steingrímsfirði

Grímsey á Steingrímsfirði er stærsta eyjan úti fyrir Ströndum. Hún er 773 hektarar að stærð. Í Grímsey var fyrrum býli og fram á 20. öld höfðu menn vetursetu á eyjunni og verbúðir. Í upphafi 20. aldar voru refir aldir í eyjunni og síðan veiddir þegar mest fékkst fyrir skinnin. Í eyjunni var reistur viti 1915 og síðan endurbyggður 1949, en hann varð fyrir smávægilegum skemmdum eftir að þýsk herflugvél hafði skotið að honum í síðari heimsstyrjöld. Ljóseinkenni hans er Fl WRG 10s (blikkljós í hvítum rauðum og grænum geira á 10 sekúndna fresti).

Í Grímsey er mikil lundabyggð. Áætlað er að þar séu milli 25-30 þúsund pör af lundum. Frá Drangsnesi eru áætlunarferðir út í Grímsey yfir sumartímann. Það er rétt um 10 mínútna sigling.

Í Landnámabók er Grímsey sögð hafa fengið nafn af Grími Ingjaldssyni Hróaldssonar úr Haddingjadal, sem þar hafði vetursetu og drukknaði í róðri um veturinn.

Vélbáturinn Hrefna II frá Hólmavík fann við eyna leðurskjaldböku 1963 og er það eina dæmið um að skjaldbaka hafi fundist náttúrlega við Ísland.

Náttúrufræðistofnun- Grímsey Geymt 19 október 2021 í Wayback Machine

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.