Fara í innihald

Akranesviti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Akranesvitarnir; sá eldri fjær.

Akranesviti er viti vestast á Akranesi. Vitarnir eru raunar tveir. Sá minni er yst á Suðurflös og var reistur 1918. Þetta er ferstrendur 10 metra hár hvítmálaður viti. Vegna stálskorts var ljóshúsið gert úr stálplötum úr Goðafossi sem hafði strandað 1917. Árin 1943-1944 var reistur nýr sívalur viti austan við hann, 22,7 metrar á hæð, eftir teikningu Axels Sigvaldasonar, verkfræðings. Hann var tekinn í notkun 1947. Ljóseinkenni vitans er Fl(2)WRG 20s (tvö blikkljós í þrískiptum geira á 20 sekúndna fresti).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.