Kópaskersviti
Útlit
Kópaskersviti er 14 metra hár ferhyrndur turnlaga svartur og hvítur viti sem stendur norðan við þorpið á Kópaskeri og við suðurenda Kópaskersflugvallar. Vitinn var reistur árið 1945 eftir teikningu Axels Sveinssonar, en var ekki tekinn í notkun fyrr en 1951 vegna erfiðleika við að kaupa í hann ljóstæki.[1] Ljóseinkenni vitans er Fl WRG 20s (eitt þrískipt blikkljós á 20 sekúndna fresti).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Áhugaverðir staðir“. Norðurþing. Sótt 9.8.2022.