Selvogsviti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Selvogsviti.

Selvogsviti er 15,8 metra hár ferstrendur turnlaga viti í Selvogi á Suðurlandi, milli Þorlákshafnar og Grindavíkur. Vitinn var reistur 1930 til 1931 og tók við af eldri stálgrindarvita sem var reistur þarna árið 1919. Ljóseinkenni vitans er Fl(2)W 10s (2 hvít blikkljós á 10 sekúndna fresti). Á vitanum er líka radíóviti sem sendir út bókstafinn B.