Rauðanesviti
Útlit
Rauðanesviti er viti yst á Langanesi norðan megin við Borgarfjörð við innsiglinguna í Borgarneshöfn. Vitinn var byggður árið 1940. Þetta er 4 metra hár sexstrendur steinsteyptur turn með glugga sem snýr út á haf og ljósið þar fyrir innan. Ljóseinkenni vitans er Fl WRG 5s (eitt blikkljós í þrískiptum geira á 5 sekúndna fresti).