Hafnarnesviti
Útlit
- Þorlákshafnarviti er líka kallaður Hafnarnesviti.
Hafnarnesviti er 7 metra hár ferstrendur turnlaga viti á Hafnarnesi við sunnanvert mynni Fáskrúðsfjarðar. Upphaflega var þar reistur 4 metra hár viti 1912 í þorpinu sem hafði byggst upp í kringum útræði á síðari hluta 19. aldar. Vitinn var endurbyggður 1938 og tekinn inn í vitakerfi landsins. Ljóseinkenni hans er Fl WRG 20s (eitt þrískipt blikkljós á 20 sekúndna fresti).