Fara í innihald

Bríkurviti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bríkurviti er hvítur 4 metra hár steinsteyptur viti við norðanvert mynni Ólafsfjarðar í Fjallabyggð. Vitinn var reistur árið 1966. Ljóseinkenni hans er Fl(3) W 10s (3 hvít blikkljós á 10 sekúndna fresti).

Vitinn stendur við svokallaða Sauðhúslaut þar sem er tóft af beitarhúsi, á grösugum bakka undan Arnfinnsfjalli, sunnan við Fossdal á Tröllaskaga.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Fornleifaskráning í Ólafsfirði (PDF) (Report). Fornleifastofnun Íslands.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.