1915
Útlit
(Endurbeint frá Mars 1915)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1915 (MCMXV í rómverskum tölum)
Helstu atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Áfengisbann lögleitt á Íslandi.
- 3. janúar - Ungmennafélagið Vorboðinn var stofnað.
- 24. janúar - Íþrótta- og málfundafélagið Ármann var stofnað á Ísafirði.
- 25. apríl - Bruninn mikli í Reykjavík 1915: Tólf hús í miðbæ Reykjavíkur brunnu og tveir fórust.
- 6. júní - Íþróttafélagið Þór stofnað.
- 19. júní -
- Íslenskar konur fengu kosningarétt.
- Stjórnarskrármálið Breytingarnar á sjórnarskránni voru staðfestar með undirritun Danakonungs. Landskjör var tekið upp.
- Íslenski fáninn var opinberlega staðfestu rmeð konungsúrskurði.
- 10. júlí - Íþróttafélagið Magni var stofnað á Grenivík.
- Reykjavíkurmótið í knattspyrnu fór fyrst fram.
- Óháðir bændur, stjórnmálahreyfing, var stofnuð.
- Dýraverndarinn og Réttur tímarit komu út fyrst.
- Hjúkrunarfélagið Líkn var stofnað.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 28. janúar - Nanna Ólafsdóttir, íslenskur sagnfræðingur (d. 1992).
- 30. janúar - Ármann Kr. Einarsson, rithöfundur. (d. 1999)
- 3. ágúst - Agnar Kofoed-Hansen, flugmaður, flugmálastjóri og lögreglustjóri. (d. 1982)
- 14. september - Guðmundur Vigfússon, reykvískur bæjarfulltrúi (d. 1983).
- 19. september - Jóhann Hafstein, stjórnmálamaður og stofnandi Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. (d. 1980)
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 25. maí - Gísli Hjálmarsson, bæjarpersóna.
- 23. júní - Þorgils gjallandi, rithöfundur,
- 24. júní - Torfi Bjarnason, skólastjóri Ólafsdalsskólans.
- 18. september - Kristján Ó. Þorgrímsson, bóksali og leikari.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Fyrri heimsstyrjöld: Breska herskipinu HMS Formidable var sökkt af þýskum kafbáti, 547 létust.
- 26. janúar - Rocky Mountain-þjóðgarðurinn var stofnaður í Colorado.
- 2. mars - Þjóðarmorð Tyrkja á Armenum hófst.
- 7. maí - Farþegaskipinu RMS Lusitania var sökkt af þýskum kafbáti. 1.199 létust.
- 22. maí - Eldfjallið Lassen Peak gaus í Kaliforníu.
- 23. maí - Ítalía gekk til liðs við bandamenn í styrjöldinni og lýsti stríði á hendur Austurríki-Ungverjalandi.
- 3. júní - Mexíkóska borgararstyrjöldin: Herjum Álvaro Obregón og Pancho Villa lenti saman. Villa beið ósigur.
- 5. júní - Konur í Danmörku hlutu kosningarétt.
- 1. júlí - Fyrsta flugvélin var skotin niður í flugbardaga þegar þýskur flugmaður skaut hana niður.
- 28. júlí - Bandaríkin náðu yfirráðum yfir Haítí og héldu til 1934.
- 23. október - Þýska herskipið SMS Prinz Adalbert sprakk vegna tundurdufla á Eystrasalti, tæp 700 fórust.
- 21. nóvember - Breska skipið Endurance með landkönnuðinum Ernest Shackleton sökk við Suðurskautið. Áhöfnin bjargaðist. Flakið fannst árið 2022 á 3.008 metra dýpi.
- Alfred Wegener birti kenningu sína um meginlandið Pangaea.
- Hamskiptin, skáldsaga eftir Franz Kafka kom út.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 6. maí - Orson Welles, bandarískur leikari, leikstjóri, rithöfundur og framleiðandi. (d. 1985)
- 7. apríl - Billie Holiday, bandarísk djass- og swing-söngkona. (d. 1959)
- 10. júní - Saul Bellow, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2005).
- 16. júní - Mariano Rumor, ítalskur stjórnmálamaður og fyrrum forseti Ítalíu (d. 1990).
- 17. október - Arthur Miller, leikskáld (d. 2005).
- 25. nóvember - Augusto Pinochet, einræðisherra í Chile (d. 2006)
- 12. desember - Frank Sinatra, bandarískur söngvari og kvikmyndaleikari (d. 1998).
- 27. desember - Gyula Zsengellér, ungverskur knattspyrnumaður (d. 1999).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 23. janúar - Anne Whitney, bandarískur myndhöggvari og skáld.
- 21. mars - Frederick Winslow Taylor, bandarískur vélaverkfræðingur.
- 2. júlí - Porfirio Díaz, mexíkóskur hershöfðingi og stjórnmálamaður.
- 20. ágúst - Paul Ehrlich, þýskur örverufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1854).
- 4. október - Karl Staaff, sænskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 12. október - Edith Cavell, bresk hjúkrunarkona bjargvættur hermanna beggja hliða í fyrri heimsstyrjöldinni.
- Eðlisfræði - Sir William Henry Bragg, William Lawrence Bragg
- Efnafræði - Richard Martin Willstätter
- Læknisfræði - Voru ekki veitt þetta árið,
- Bókmenntir - Romain Rolland
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið,