Íslenski fáninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands. Hann var fyrst opinberlega staðfestur með konungsúrskurði 19. júní árið 1915. Lög um íslenska fánann voru hins vegar sett þann 17. júní 1944 og tóku gildi 24. ágúst, en þau voru fyrstu lögin sem samþykkt voru á eftir stjórnarskránni.

Hinn almenni þjóðfáni Íslands
Hinn almenni þjóðfáni Íslands, ásamt hlutföllum

Fáninn er svokallaður krossfáni eins og fánar allra hinna Norðurlandanna eru. Hann er heiðblár með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum.

Hlutföllin í litum fánans eru, talið lárétt frá stöng: 7-1-2-1-14, en lóðrétt meðfram stöng eru þau 7-1-2-1-7. Þannig er breidd fánans 18/25 af lengd hans samkvæmt 1. grein fánalaga.

Samkvæmt fánalögum verða allir fánar dregnir á fánastöng að vera í góðu ástandi, lögreglan má gera upptæka alla fána sjáanlega á opinberum stöðum sem ekki samræmast íslenskum fánareglum. Ströng lög gilda um þá virðingu sem sýna ber þjóðfána Íslendinga og getur það varðað sektum eða fangelsi allt að einu ári að brjóta fánalögin.

Litirnir í íslenska fánanum tákna fjallablámann, ísinn og eldinn en það virðist útbreiddur misskilningur að blái liturinn tákni annað hvort hafið sem umkringur landið eða vötnin sem eru á landinu sjálfu. Hann táknar í raun fjallablámann en rauði liturinn táknar eldinn í iðrum landsins og sá hvíti ísinn á toppum þess.

 
Gæsalappir
Á fundi í Stúdentafélagi Reykjavíkur 27. september 1906 sýndi Matthías Þórðarson, síðar þjóðminjavörður, fánahugmynd sína: hvítan kross í bláum feldi með rauðum krossi innan í hvíta krossinum. Áttu litirnir að tákna fjallablámann, ísinn og eldinn.[1]
 
Gæsalappir

Opinberir fánadagar[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt forsetaúrskurði er opinberum stofnunum skylt að draga íslenska fánann á stöng eftirfarandi daga:

Draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins, eftirgreinda daga:

 1. Fæðingardag forseta Íslands (núna 14. maí).
 2. Nýársdag.
 3. Föstudaginn langa (eingöngu dregið í hálfa stöng).
 4. Páskadag.
 5. Sumardaginn fyrsta.
 6. 1. maí (Verkalýðsdagurinn).
 7. Hvítasunnudag.
 8. Sjómannadaginn.
 9. 17. júní (Íslenski þjóðhátíðardagurinn).
 10. 16. nóvember (dag íslenskrar tungu).
 11. 1. desember (fullveldisdaginn).
 12. Jóladag.

Að auki mega opinberar stofnanir draga fánann að húni við sérstök tækifæri sem forsætisráðuneytið gefur tilskipun um. Almenningur má draga fánann að húni við sérstök tækifæri. Einnig er í reglum að fáninn skuli aldrei vera dreginn á stöng fyrir kl. 7 að morgni og sé að jafnaði ekki uppi lengur en til sólarlags en þó skal hann aldrei vera lengur uppi en til miðnættis.

Hægt er að fá senda áminningu með tölvupósti daginn fyrir hvern opinberan fánadag, með því að skrá sig á síðunni www.faninn.is [1]

Þjóðfáni Íslands. Hlutföll 25:18.
Ríkisfáni Íslands (Tjúgufáninn). Hlutföll 32:18.
Fáni forseta Íslands. Hlutföll 32:18.
Tollgæslufáni. Hlutföll 32:18.

Fánalitir[breyta | breyta frumkóða]

Í fánalögunum segir að fánalitirnir séu „heiðblár", „eldrauður" og „mjallhvítur“. Með lagaviðbót frá 1991 eru litirnir nú miðaðir við alþjóðlega litastaðla. Litirnir miðast við SCOTDIC-litastigann (Standard Colour of Textile, — Dictionaire Internationale de la Couleur) þannig:

 • Heiðblái liturinn: SCOTDIC nr. 693009.
 • Mjallhvíti liturinn: SCOTDIC nr. 95.
 • Eldrauði liturinn: SCOTDIC ICELAND FLAG RED.

Í lögunum er einungis tilgreint litakerfi við gerð vefnaðar. Enginn opinber staðall er fyrir prentun eða önnur birtingarform. Þó má styðjast við eftirfarandi greiningu í alþjóðlegu stöðlunum Pantone og CMYK:

Pantone Matching System :

 • Blár: PMS 287
 • Rauður: PMS 1795

CMYK :

 • Blár: CMYK 100-69-0-11.5
 • Rauður: CMYK 0-94-100-0

Fyrir notkun á tölvuskjám umreiknað í sextándakerfið:

 • Blár: #00529B
 • Rauður: #EE3423


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. ( 1944 nr. 34 17. júní ).
Náð í þann 14. maí 2004 af http://www.althingi.is/lagas/130a/1944034.html
 • Forsetaúrskurður um fánadaga og fánatíma. ( 1991 nr. 5 23. janúar ).
Náð í þann 14. maí 2004 af http://www.althingi.is/lagas/125b/1991005.html
 • Auglýsing um liti íslenska fánans. ( 1991 nr. 6 23. janúar ).
Náð í þann 14. maí 2004 af http://www.althingi.is/lagas/125b/1991006.html
 • Lög um breyting á lögum nr. 34 17. júní 1944, um þjóðfána Íslendinga.
Náð í þann 14. maí 2004 af http://www.althingi.is/altext/stjt/1998.067.html
 1. Saga íslenska fánans

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist