Fara í innihald

Íþrótta- og málfundafélagið Ármann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íþrótta- og málfundafélagið Ármann, einnig þekkt sem Ármann Skutulsfirði, var íþrótta- og málfundafélag í Skutulsfirði á Vestfjörðum, stofnað 24. janúar 1915.[1][2]

Félagið var upprunalega stofnað sem málfunda- og skemmtifélag ásamt því að vinna að menningar- og framfaramálum í Skutulsfirði. Eftir 1935 hóf félagið að halda úti íþróttum með góðum árangri, þó einkum innan skíðaíþróttarinnar.[1] Fimm félagsmenn þeirra kepptu á Ólympíuleikunum í Ósló árið 1952.[3]

Ármannsskáli

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1948 reisti félagið sér skíðaskála í Dagverðardal, inn af Skutulsfirði.[4] Húsið var áður hluti af herstöð Breta á Darranum en var tekið niður og flutt til Ísafjarðar þegar Bretarnir hurfu á braut. Ármenningar eignuðust seinna húsið og var það endurbyggt í Dagverðardalnum.[5] Í júlí 2024 var tilkynnt að skálinn hefði brunnið fyrr á árinu.[6]

Ólympíufarar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Málfunda- og íþróttafélagið Ármann í Skutulsfirði“. Vesturland. 10. febrúar 1945. bls. 10. Sótt 15. maí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  2. „Ármann á Skutulsfirði 40 ára“. Tíminn. 21. júní 1955. Sótt 15. maí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  3. Halldór Jónsson (14. maí 2022). „Minning: Ólympíukappinn frá Grænagarði“. Bæjarins besta. Sótt 14. maí 2022.
  4. „Skíðaskáli Ármanns í Dagverðardal“. Skutull. 18. febrúar 1949. Sótt 15. maí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  5. Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir (2014). „Skíðamannvirki á Ísafirði“. Skíðablaðið. Skíðafélag Ísfirðinga. bls. 66. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. júní 2023. Sótt 15. maí 2022.
  6. Kristinn H. Gunnarsson (26. júlí 2024). „Ármannsskáli brunninn“. Bæjarins Besta. Sótt 26. júlí 2024.