Íþrótta- og málfundafélagið Ármann
Íþrótta- og málfundafélagið Ármann, einnig þekkt sem Ármann Skutulsfirði, var íþrótta- og málfundafélag í Skutulsfirði á Vestfjörðum, stofnað 24. janúar 1915.[1][2]
Félagið var upprunalega stofnað sem málfunda- og skemmtifélag ásamt því að vinna að menningar- og framfaramálum í Skutulsfirði. Eftir 1935 hóf félagið að halda úti íþróttum með góðum árangri, þó einkum innan skíðaíþróttarinnar.[1] Fimm félagsmenn þeirra kepptu á Ólympíuleikunum í Ósló árið 1952.[3]
Ármannsskáli
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1948 reisti félagið sér skíðaskála í Dagverðardal, inn af Skutulsfirði.[4] Húsið var áður hluti af herstöð Breta á Darranum en var tekið niður og flutt til Ísafjarðar þegar Bretarnir hurfu á braut. Ármenningar eignuðust seinna húsið og var það endurbyggt í Dagverðardalnum.[5] Í júlí 2024 var tilkynnt að skálinn hefði brunnið fyrr á árinu.[6]
Ólympíufarar
[breyta | breyta frumkóða]- Ebeneser Þórarinsson (1952)
- Gunnar Pétursson (1952)
- Haukur Sigurðsson (1952)
- Jón Karl Sigurðsson (1952)
- Oddur Pétursson (1952, 1956)
- Þröstur Jóhannesson (1980)
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Málfunda- og íþróttafélagið Ármann í Skutulsfirði“. Vesturland. 10. febrúar 1945. bls. 10. Sótt 15. maí 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Ármann á Skutulsfirði 40 ára“. Tíminn. 21. júní 1955. Sótt 15. maí 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Halldór Jónsson (14. maí 2022). „Minning: Ólympíukappinn frá Grænagarði“. Bæjarins besta. Sótt 14. maí 2022.
- ↑ „Skíðaskáli Ármanns í Dagverðardal“. Skutull. 18. febrúar 1949. Sótt 15. maí 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir (2014). „Skíðamannvirki á Ísafirði“. Skíðablaðið. Skíðafélag Ísfirðinga. bls. 66. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. júní 2023. Sótt 15. maí 2022.
- ↑ Kristinn H. Gunnarsson (26. júlí 2024). „Ármannsskáli brunninn“. Bæjarins Besta. Sótt 26. júlí 2024.