Hamskiptin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bókakápa Hamskiptanna eftir Franz Kafka.

Hamskiptin (eða Umskiptin) (þýska: Die Verwandlung) er stutt skáldsaga eftir Franz Kafka sem kom út árið 1915. Sagan er ein af þekktari skáldverkum 20. aldar og fjallar um farandsölumanninn Gregor Samsa. Hann vaknar einn daginn í líki risavaxinnar bjöllu, og er því lýst hvernig Samsa og fjölskylda hans takast á við þessar miklu breytingar.

Hamskiptin er sterklega tengd tilvistarstefnu enda má líta á söguþráðinn sem heimspekilegar vangaveltur um tilvist.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.