Stjórnarskrármálið
Útlit
Stjórnarskrármálið var endurskoðun stjórnarskrár Íslands 1914, á 40 ára afmæli stjórnarskrárinnar frá 1874. Í breytingunum fólst meðal annars að kosningaréttur skyldi verða almennur, bæði karla og kvenna, og afnám konungskjörinna þingmanna.
Breytingarnar voru staðfestar með undirritun Danakonungs 19. júní 1915. Um leið staðfesti konungur að þríliti fáninn skyldi tekinn upp sem þjóðfáni Íslendinga.