Ármann Kr. Einarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ármann Kr. Einarsson (30. janúar 191515. desember 1999) var íslenskur rithöfundur sem fékkst við að semja skáldsögur handa börnum og unglingum. Lengst af starfaði hann sem kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík.

Fyrsta bók Ármanns var smásagnasafnið Vonir sem kom út 1934. Þremur árum síðar kom út ævintýrið Margt býr í fjöllunum. Fleiri ævintýri, smásögur og skáldsögur fyrir börn fylgdu í kjölfarið og 1953 kom út fyrsta bók hans um Árna í Hraunkoti, Falinn fjársjóður, með myndum eftir Odd Björnsson. Halldór Pétursson teiknaði hinsvegar myndirnar í seinni bókunum. Árnabækurnar urðu alls átta talsins, Falinn fjársjóður, Týnda flugvélin, Flugferðin til Englands, Undraflugvélin, Leitarflugið, Frækilegt sjúkraflug, Flogið yfir flæðarmáli og Ljáðu mér vængi. Þær nutu mikilla vinsælda og voru meðal annars þýddar á norsku. 1962 kom út fyrsta bókin í sex bóka röð um Óla og Magga.

1997 kom út eftir hann sjálfsævisagan Ævintýri lífs míns.