Fara í innihald

Lassen Peak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lassen Peak.
Eldgos árið 1915.

Lassen Peak (3189 metrar) er syðst eldfjalla í Fossafjöllum og er staðsett í norður-Kaliforníu. Fjallið gaus nokkrum sinnum frá 1914 til 1917 og voru það einu eldgos á 20. öld í Bandaríkjunum ásamt Mount St. Helens eldgosinu árið 1980. Nafnið er nefnt eftir dönskum járnsmið Peter Lassen. Umhverfis fjallið er þjóðgarðurinn Lassen Volcanic National Park.