Agnar Kofoed-Hansen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Agnar Kofoed-Hansen (3. ágúst 191523. desember 1982) var dansk-íslenskur flugmaður, flugmálastjóri og lögreglustjóri. Faðir hans var danskur en móðir íslensk. Hann fæddist í Reykjavík og lærði að fljúga í flugskóla danska sjóhersins. Eftir nám starfaði hann sem flugmaður í Danmörku og Noregi. Hann var hvatamaður að stofnun Svifflugfélags Íslands og Flugmálafélagsins 1936 og tók þátt í stofnun Flugfélags Akureyrar 1937. 1940, eftir að hann hafði verið sendur á sumarnámskeið hjá SS-sveitum þýskra nasista sumarið 1939[1] var hann skipaður í embætti lögreglustjórans í Reykjavík og setti á fót njósnadeild Útlendingaeftirlitsins, svokallaða eftirgrennslanadeild. Hann sinnti starfi lögreglustjóra til ársins 1947. Agnar var flugvallastjóri ríkisins árin 1947-1951. Hann varð flugmálastjóri 1951 og gegndi því starfi til dauðadags.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „„Uppruni Útlendingastofnunar““.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.