Agnar Eldberg Kofoed-Hansen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Agnar Kofoed-Hansen)
Jump to navigation Jump to search

Agnar Kofoed-Hansen (3. ágúst 191523. desember 1982) var flugmaður, flugmálastjóri og lögreglustjóri. Hann fæddist í Reykjavík og lærði að fljúga í flugskóla danska sjóhersins. Eftir nám starfaði hann sem flugmaður í Danmörku og aflaði sér frekari réttinda Noregi og Þýskalandi. Hann var hvatamaður að stofnun Svifflugfélags Íslands og Flugmálafélagsins 1936. Aðalhvatamaður að stofnun Flugfélags Akureyrar 1937. Skipaður í embætti lögreglustjórans í Reykjavík og sinnti því starfi til ársins 1947. Agnar var flugvallastjóri ríkisins árin 1947–1951. Hann varð flugmálastjóri 1951 og gegndi því starfi til dauðadags.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

 • Flugliðsforingi frá Konunglega danska sjóliðsforingjaskólanum árið 1935.
 • Aðalhvatamaður að stofnun Flugfélags Akureyrar 3. Júní 1937. Fyrsti flugmaður jafnframt framkvæmdastjóri þess til 1939. Nafni félagsins var breytt í Flugfélag Íslands árið 1940 og varð númer þrjú í röðinni með því nafni.
 • Lögreglustjóri í Reykjavík og ríkisrögreglustjóri 1940–1947.
 • Flugvallastjóri ríkisins 1947–1951.
 • Flugmálastjóri 1951–1982.
 • Flugmálaráðunautur ríkisstjórnarinnar árin 1936–1945.
 • Varnarmálanefnd 1951–1954.
 • Formaður flugráðs 1947–1980.
 • Stofnandi og fyrsti formaður Flugmálafélags Íslands 1936. Markmið félagsins var að efla áhuga fyrir flugsamgöngum hér á landi og til annarra landa.
 • Stofnandi og fyrsti formaður Svifflugsfélags Íslands 1936.
 • Fulltrúi ríkisstjórnar Íslands á flestum flugmálaráðstefnum sem sóttar voru af Íslands hálfu fram til ársins 1982.

Æviminningar teknar saman í samvinnu við Jóhannes Helga rithöfund og gefnar út í bókunum „Á brattann“ og „Lögreglustjóri á stríðsárum“.

Heiðursmerki og viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

Ísland: Stórriddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu 1976; Danmörk: Dannebrogordenen Kommandør 1956; Svíþjóð: Kommendör av Kungl. Vasa orden 1957 og Kommendör av Kungl. Nordstjärnaorden 1975; Noregur: St. Olavs orden Kommandør 1947; Finnland: Kommendör av klasse 1 Lejonsorden 1957; Þýskaland: Grosses Verdienst Kreutz 1977; Luxemburg: Stórriddari The Oak Crown orðunnar 1955. Frakkland: Diplome Paul Tissander F.A.I. 1958; Sviss: Légion d'Honneur, Chevalier 1962 og Commandeur 1966. Heiðursverðlaun ICAO, Edward Warner 1979. Heiðursfélagi í Indian Society for Aeronautical Science.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Foreldrar: Emilía Kristbjörg Benediktsdóttir og Agner Francisco Kofoed-Hansen skógræktarstjóri í Reykjavík.

Maki: Björg Sigríður Anna Axelsdóttir Kofoed-Hansen, Dóttir Axels Kristjánssonar, stórkaupmanns og konsúls á Akureyri og Hólmfríðar Jónsdóttur.

Börn: Astrid Björg Kofoed-Hansen, Hólmfríður Sólveig Kofoed-Hansen, Emilía Kristín Kofoed-Hansen, Sophie Isabella Kofoed-Hansen, Björg Sigríður Anna Kofoed-Hansen og Agnar Kofoed-Hansen.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Flugmannatal, FÍA 1988.
 • „Frumherjar í íslenskri flugsögu: Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri“. Flugsafn Íslands – Akureyri. Sótt 12. júní 2008.
 • Morgunblaðið 30. desember 1982: Minningargrein
 • Molar um sögu flugs á Akureyri Dagur 115. tölublað 1994

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.